fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Eyjan
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengi hefur ljóst verið að vegakerfið á Íslandi hefur legið undir skemmdum hin síðari ár og er nú að hruni komið eins og glöggt kom fram í Kastljósi RÚV í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson var samgönguráðherra og innviðaráðherra lengst af síðustu sjö árin og þannig hefur vegakerfið dalað og nánast hrunið á vakt hans. Þetta kom skýrt fram í sjónvarpinu í gær.

Orðið á götunni er að ekki hafi verið ofmælt fyrir síðustu kosningar að þá hefði verið við hæfi að Framsókn hefði notað slagorðið HOLAN Í VEGINUM sem sitt einkunnarorð í aðdraganda kosninganna. Sigurður Ingi Jóhannsson, sem er menntaður dýralæknir, réði kollega sinn, dýralækninn Bergþóru Þorkelsdóttur, úr hópi 15 umsækjenda þar sem margir voru verkfræðingar og með menntun og kunnáttu til að sinna starfi vegamálastjóra. En dýralæknirinn varð fyrir valinu.

Nú er komið á daginn að rekstur Vegagerðarinnar og yfirstjórn vegamála á Íslandi brást á síðustu árum, á vakt Sigurðar Inga og þeirra sem hann valdi sér til fulltingis. HOLAN Í VEGINUM eru hin dapurlegu eftirmæli um valdatíð Framsóknar að þessu sinni. Hafa verður þó í huga að hluti af vandanum er vissulega sá að fjárveitingarvaldið hefur ekki beint nægum fjármunum til viðhalds og nýlagningar vega á Íslandi hin síðari ár. Sigurður Ingi hefði vitanlega átt að beita afli sínu meira til að tryggja aukna fjármuni til veganna, en hann var að sönnu einn þriggja oddvita stjórnarflokkanna síðustu sjö árin og varla þarf að ætla að hinir formennirnir hafi ekki skilið að hrun vegakerfisins var yfirvofandi.

Orðið á götunni er að til þess að ráða bót á ástandinu þurfi að bregðast hratt við. Tryggja þarf viðbótarfjárveitingar í vegakerfi landsins. Það verður ekki gert á þessu ári úr þessu nema með því að leggja á stóraukin þungagjöld á þungaflutninga sem eru að sliga vegakerfið. Þungaflutningar hafa margfaldast á liðnum árum án þess að stjórnvöld hafi brugðist við. Bæði Eimskip og Samskip gera út öflugan flota bifreiða sem aka fullhlaðnir um landið alla daga ársins með jafnvel allt að 40 tonn í einu. Vegirnir sligast undan þessu. Fleiri aðilar sinna þessum flutningum af myndarskap, eins og t.d. Flutningalausnir á Sauðárkróki sem eiga og gera út 80 ökutæki í þessum tilgangi. Þessi starfsemi er mikilvæg fyrir atvinnulífið í landinu en innviðirnir verða að þola álagið. Og því er óhjákvæmilegt að notendur greiði fyrir aðganginn. Þeir greiði sem nota. Upp á það hefur vantað á undanförnum árum.

Fjárveitingavaldið í landinu verður að bregðast við og taka verður til hendi varðandi yfirstjórn vegamála á Íslandi. Nú dugar ekkert minna en fagmennska og stjórn þeirra hæfustu.

Ný ríkisstjórn þarf að sýna festu og fagmennsku á þessu sviði, eins og á mörgum öðrum, og bæta hratt fyrir slóðaskap Framsóknarforystunnar síðustu sjö árin. Þjóðinni var valin ný forysta í nóvember síðastliðnum til að koma á umbótum víða um þjóðfélagið, meðal annars í samgöngumálum þar sem sleifarlag hefur ríkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Runólfur Ólafsson: Komið að skuldadögum – einkabíllinn niðurgreiðir þungaflutninga á þjóðvegunum

Runólfur Ólafsson: Komið að skuldadögum – einkabíllinn niðurgreiðir þungaflutninga á þjóðvegunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Trúir og treystir forsætisráðherra Trump og hans liði virkilega!?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Trúir og treystir forsætisráðherra Trump og hans liði virkilega!?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar er sáttur við fækkun ráðuneyta – Ástæðan er augljós

Sigmar er sáttur við fækkun ráðuneyta – Ástæðan er augljós