fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður

Eyjan
Laugardaginn 15. febrúar 2025 06:00

Helga Þórðardóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Dóra Björt Guðjónsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóð fylgist af athygli með væringum borgarstjórnar Reykjavíkur. Meirihlutasamstarfi var slitið á dramatískan hátt og borgin skilin eftir í tómarúmi. Skömmu síðar funduðu menn í bróðerni um nýjan meirihluta og allir virtust sammála. Að morgni var komið nýtt hljóð í stokkinn. Þeir sem áður voru til í samninga vildu það ekki lengur og bundust samtökum gegn hinum. Síðan hafa þreifingar verið í gangi og margir spekingslegir pólitískir álitsgjafar með dulúðgan svip sagt sjálfsagða hluti í löngu máli.

Í byrjun vikunnar var hinum pólitísku foringjum safnað saman í sjónvarpssal til að spjalla um stöðuna. Grímur heitinn Thomsen skáld og meinhorn leit við og saman horfðum við á þáttinn. Allir voru foringjarnir vinsamlegir og hrósuðu hver öðrum. Þeir gerðu sér tíðrætt um gott samkomulag og mikla vináttu sem ríkti á milli manna. Við Grímur áttuðum okkur illa á því hverjir væru bandamenn í þessum umræðum. Vinstri grænir virtust þó endanlega runnir saman við sósíalistaflokkinn. Fulltrúi Fólks flokksins vissi ekki hvort hún væri að koma eða fara. Samfylking kynnti nýtt slagorð flokksins; „Fólkið fyrst,“ sem er gömul froða í slitnum spreybrúsa. Eftir fundinn komu fulltrúar félagshyggjunnar saman til að mynda meirihluta. Sá hópur hefur myndað skjallbandalag þar sem konur strjúka hver annarri með háralaginu. Þær segjast vilja eiga samtal við borgarbúa (!!) og kalla sig kryddpíur eftir einhverju innantómasta tónlistarfyrirbæri sögunnar. Konurnar vilja taka til hendinni eftir óstjórn kallanna sem þær tóku reyndar flestar þátt í af lífi og sál.

Eftir þennan innihaldslausa sjónvarpsþátt og eftirleik sagði Grímur: „Þetta er þunnur þrettándi, en ég lýsti þessu öllu saman fyrir 150 árum í kvæði mínu um Guðmund á Glæsivöllum. Það er nefnilega ekkert nýtt undir sólinni.“

Á Glæsivöllum aldrei
með ýtum er fátt,
allt er kátt og dátt.
En bróðernið er flátt mjög og gamanið er grátt,
í góðsemi vegur þar hver annan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
EyjanFastir pennar
29.06.2025

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
28.06.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
26.06.2025

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sterka hliðin og hin hliðin á NATO

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sterka hliðin og hin hliðin á NATO
EyjanFastir pennar
25.06.2025

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum