fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Eyjan

Guðrún Karls Helgudóttir: Nú getur biskup einbeitt sér að því sem biskup á að gera

Eyjan
Laugardaginn 27. desember 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við þær breytingar sem orðið hafa á Þjóðkirkjunni undanfarin örfá ár hefur það gerst að í stað þess að bera nú ábyrgð á rekstri Þjóðkirkjunnar getur biskup nú einbeit sér að því sem biskup á að gera, nefnilega kristninni. Samkvæmt kirkjujarðasamkomulaginu eru tekjur Þjóðkirkjunnar í föstum skorðum en ríkið heldur enn í sóknargjöldin. Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, er bjartsýn á að sóknargjaldamálið leysist senn. Hún er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hér er hægt að hlusta á brot úr þættinum:

Guðrún Karls Helgudóttir - 5
play-sharp-fill

Guðrún Karls Helgudóttir - 5

Nú man ég eftir í tíð forvera þíns, Agnesar. Mér fannst óskaplega mikið rætt um fjármál Kirkjunnar.

„Einmitt, og það má eiginlega segja að það er það sem að breyttist þarna. Núna er þetta í föstum skorðum þegar kemur að fjármálum Þjóðkirkjunnar. Það sem þó ekki er enn í föstum skorðum og þarf að færa til betra horfs, það eru fjármál safnaðanna, sóknargjöldin svokölluðu, því að við erum enn að bíða eftir því að ríkið skili þeim óskertum til safnaðanna. Og ég bind miklar vonir um að við munum finna lausn á þessu núna í nánustu framtíð.“

Þetta eru þá samningaviðræður við ríkið um þetta. En tekjur Þjóðkirkjunnar sem slíkrar, hverjar eru þær?

„Tekjur Þjóðkirkjunnar byggja fyrst og fremst á kirkjujarðasamkomulaginu svokallaða. Og það snýst um það að ríkið tók yfir meira og minna allar eigur Þjóðkirkjunnar. Og það var gerður samningur um það að ríkið greiði ákveðið afgjald af þessu til Þjóðkirkjunnar á hverju ári. Og lengi vel þá fólst þetta afgjald í því að það voru greidd laun fyrir ákveðinn fjölda presta, biskupa, starfsfólks biskupsstofu. Það sem að gerðist með með þessum nýju samningum var að núna er þetta afgjald ekki greitt í formi launa heldur fer bara upphæðin til Þjóðkirkjunnar og Þjóðkirkjan ráðstafar þessu eins og hún vill og sér best.“

Þeir eru náttúrlega ekki embættismenn lengur.

„Nákvæmlega. Og það var það sem breyttist um leið. Það var gert viðbótarsamningur varðandi kirkjujarðasamkomulagið og lögum um Þjóðkirkjuna var breytt.“

Mér finnst ég hafa tekið eftir því að, ja, frá því þú tókst við biskupsembætti, þá man ég ekki til þess að hafa heyrt mikið um þessi fjármál kirkjunnar.

„Nei, og það sem gerðist líka var að um leið og þetta breyttist, lög um Þjóðkirkjuna, þá þurfti Þjóðkirkjan að sjálfsögðu að svona vinna enn frekar í sínu innra skipulagi. Og það tók svolítinn tíma og það voru heilmikil átök og það var ekkert auðvelt og þar urðu gríðarlega miklar breytingar. Breytingin er fyrst og fremst sú að Kirkjunni er nú skipt í tvö svið, sem er annars vegar framkvæmdasviðið, fjármálasviðið, og síðan er það þjónustan. Biskup annast alla þjónustu í landinu á meðan framkvæmdastjóri og stjórn Þjóðkirkjunnar hefur umsjón með öllum fjármálum.“

Já, þannig að biskup, hann getur einbeitt sér að kristninni.

„Hárrétt. Að sjálfsögðu kemur biskup nálægt fjármálunum enn þá, gerir fjárhagsáætlanirnar og þess háttar, en biskup ber ekki ábyrgð á þeim hluta lengur. Og mér finnst þetta gott fyrirkomulag. Ég kann vel við þetta og þetta fyrirkomulag gengur mjög vel. Mér finnst ég hafa gott rými til að einbeita mér að því sem að biskup á að gera.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Það þarf tekjur til að byggja upp samfélag

Sigmundur Ernir skrifar: Það þarf tekjur til að byggja upp samfélag
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Ekki vænlegt að treysta á velvilja og skjól Bandaríkjanna eins og við höfum gert

Gylfi Magnússon: Ekki vænlegt að treysta á velvilja og skjól Bandaríkjanna eins og við höfum gert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ramakvein bílaleiguforstjóra

Svarthöfði skrifar: Ramakvein bílaleiguforstjóra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Hide picture