
Ætlum við Íslendingar að taka upp annan gjaldmiðil væri eini raunhæfi kosturinn að ganga í ESB og taka upp evru. Við njótum mikils velvilja innan ESB. Sjálfstæð íslensk króna hefur verið samfelld sorgarsaga og þess vegna er krónan ekki gjaldgeng utan landsteinanna. Refsitollar á járnblendi voru mikil vonbrigði en ólíklegt er að ESB myndi nokkurn tíma fara í aðgerðir beinlínis til að klekkja á Íslendingum og Norðmönnum. Gylfi Magnússon, hagfræðiprófessor, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.
„Við héldum að þetta væri bara ekkert inni í myndinni og fengum þetta svo í andlitið og það er alltaf hættan á að þegar búið er að taka eitt skref, að þá taki menn fleiri. En við njótum auðvitað ekki bara þess að vera með þennan samning, heldur líka töluverðs velvilja. Og erum auðvitað alltaf talin með Norðmönnum og þeir njóta líka mikils velvilja. Þannig að það er erfitt að sjá fyrir sér að að það verði gripið til einhverra aðgerða sem beinlínis eru ætlaðar til þess að klekkja á Íslendingum eða Norðmönnum.
En við getum hins vegar dregist inn í einhvern fíladans og kramist undir sem lítil smádýr sem höfum ekkert roð við þessum fílum.“
Nákvæmlega. Þá langar mig aðeins til að horfa á annað atriði, það er gjaldmiðillinn okkar. Það hefur nú verið sýnt fram á það að það er gríðarlegur kostnaður, bara beinn viðskiptakostnaður, sem felst í því að vera með gjaldmiðil sem að sem er ekki gjaldgengur utan landsteinanna. Það eru mjög margir sem halda því fram að það sé gjaldmiðillinn sem sé stór orsakavaldur þess hvað vextir eru miklu hærri á Íslandi og að Seðlabankinn þurfi að að hreyfa sig í stærri og ákveðnari skrefum þegar að hann er að berjast við við verðbólgu. Hver er þín skoðun á þessu?
Er gott að hafa krónuna eða eigum við að leita einhverra leiða núna? Og að mínu viti er eina raunhæfa leiðin, ef við ætlum að taka upp annan gjaldmiðil, að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru í skjóli Evrópska seðlabankans. En mér þætti gaman að heyra þína skoðun.
„Já, það er í fyrsta lagi að ég held að það sé alveg rétt niðurstaða að eini raunhæfi kosturinn annar en að hafa bara krónuna áfram er að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. En það hefur síðan bæði kosti og galla. Auðvitað má rífast um Evrópusambandsaðildina út frá alls konar sjónarhornum. En ef við skoðum bara gjaldmiðilinn, þá hefur það óneitanlega töluverða kosti að vera með stóran og stöðugan gjaldmiðil. En það hefur líka stundum kosti að vera með lítinn og sveigjanlegan gjaldmiðil. Og ástæða þess að vextir eru eitthvað hærri hér og hafa sögulega verið heldur en í nágrannalöndunum eða Bandaríkjunum, er kannski ekki það endilega að við erum með sjálfstæðan gjaldmiðil, heldur það að við höfum ekki haldið neitt sérstaklega vel á spilunum. Og þá er ég nú ekki að gagnrýna núverandi stjórn Seðlabankans eða ríkisstjórn, heldur bara að horfa aftur á Íslandssöguna.
Það er komin svona rétt um öld síðan íslenska krónan kvaddi þá dönsku endanlega. Og þann tíma hefur okkur gengið miklu verr heldur en Dönum, ef við notum það nú bara sem mælikvarða, að halda verðlagi og gengi stöðugu. Og það munar svo miklu uppsafnað að núna kostar danska krónan um það bil 20 íslenskar og það er þó að við höfum tekið tvö núll, við erum búin að tapa okkur niður í einn tvöþúsundasta af danskri krónu á þessum árum. Og það er eiginlega bakgrunnur þess að krónan er ekki gjaldgeng utan landsteinanna og að traustið á henni er ekki meira en svo að að vextir eru og virðast þurfa að vera eitthvað hærri hér og að það þurfi að taka svolítið harkalegri vaxtaákvarðanir til þess að að berja á verðbólgudraugnum hérna. Þannig að þetta er er er er forsagan. Það er svona auðvitað hægt að finna einhverjar skýringar, en það má kannski segja að skýringin hafi svona almennt bara verið agaleysi í íslenskri hagstjórn, bæði í ríkisfjármálum og peningamálum, og líka í ákvörðunum um kaup og kjör á vinnumarkaði.
Krónan endurspeglar þessa sögu. Það er síðan annað mál hvort við, með því að taka upp annan gjaldmiðil, gætum leyst þessi vandamál, vegna þess að ein hættan við að taka upp nýjan gjaldmiðil, sem krefst mikils aga, er að ef við værum áfram með það það agaleysi sem hefur einkennt íslenska hagstjórn í eiginlega grundvallaratriðum frá 1918. Þannig að þá yrði ansi erfitt að vera með gjaldmiðil sem að krefst mikils aga. Þannig að ef við tækjum upp evruna þá þyrftum við að vera með miklu harðari stjórn á ýmsu, ekki bara peningamálum, sem færu nú svolítið úr okkar höndum, heldur yfir í ríkisfjármálin og launaákvarðanir um kaup og kjör á vinnumarkaði og jafnvel eitthvað fleira. Þannig að hún myndi kalla á töluvert svona öðruvísi hegðun heldur en þjóðin hefur sýnt af sér undanfarna áratugi.“