fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup

Eyjan
Þriðjudaginn 16. desember 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, krafði biskup Íslands skýringa á því hvort efnistök sr. Arnar Bárðar Jónssonar í smásögu, sem fjallaði um sölu Esjunnar og hvernig allt virtist til sölu hér á landi um síðustu aldamót, væru á vegum Þjóðkirkjunnar. Það er alvarlega atlaga að tjáningarfrelsinu að forystumaður framkvæmdavaldsins sé að skipta sér af tjáningu í skáldverki. Sr. Örn Bárður er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hér er hægt að hlusta á brot úr þættinum:

Örn Bárður - 5
play-sharp-fill

Örn Bárður - 5

Þú ert ekki bara prestur, þú hefur komið inn í þjóðfélagsumræðu. Þú skrifaðir smásögu fyrir nokkrum árum.

„Já, já, ég skrifaði smásögu á nýársdag 1999. Þá hafði ég nú hlustað á forsætisráðherra, auðvitað, maður hlustaði á landsfeðurna. Það voru allt feður þá. Það var Davíð Oddsson á gamlárskvöld í sjónvarpinu og svo var Karl Sigurbjörnsson í útvarpsmessunni á Dómkirkjunni á nýársdegi. Talaði þar um fátækt og fékk nú skömm fyrir, það fór nú ekkert í góðan jarðveg hjá ríkisstjórninni. Hann var nú stundum kallaður um Karl Marx í þeim herbúðum. Kalli Marx. Karl var flottur prédikari og þetta var flott ræða hjá honum, ég man hana.

Eftir hádegið þá var Ólafur Ragnar á skjánum að tala um landsins gagn og nauðsynjar og ég sit þarna uppi á Hverfisgötu og horfi yfir sundin blá og Kári er búinn nánast að ná öllum sjúkraskrám allra Íslendinga og ætlar að setja þau í gagnagrunn og maður sá fyrir sér að þetta yrði selt úr landi og það hefur náttúrulega allt komið fram. Þó að starf hans sé merkilegt og allt það og Íslenskrar erfðagreiningar og allt það, þá væri þetta dálítið krítískt að taka heila þjóð og taka allar upplýsingar, persónulegar upplýsingar og gera þær að söluvöru. Ég var nú ekki hrifinn af því þannig að ég horfði þarna á Esjuna og hugsaði með mér: Já, það er allt til sölu í þessu landi. Myndu menn ekki bara selja Esjuna ef það kæmi svona einhver Kári og. myndi sannfæra ríkisstjórnina um að þetta væri góður bisness og góður díll. Og ég skrifaði þessa sögu bara á nýársdagseftirmiðdag.“

Hún fór nú eitthvað öfugt í einhverja.

„Hún var svo í salti hjá mér. Ég las hana upp á kaffistofunni á Biskupsstofu. Ég var þá að vinna á Biskupsstofu. Það var gerður góður rómur að því og menn hlógu að þessari sögu. Svo birtist hún í Lesbókinni 12. apríl um vorið. Laugardagsblaðinu, og á mánudagsmorgni 14. apríl, þá var bara bréf á borði biskups frá forsætisráðherra Íslands, þar sem hann svona spurði biskupinn hvort að þessi boðskapur væri á vegum kirkjunnar. Morgunblaðið lét teikna mynd með sögunni. Og ég kom ekkert nálægt því, ég sá ekkert myndina fyrr en að þetta bara birtist í blaðinu og vissi ekkert þennan laugardagsmorgun þegar ég vaknaði og opnaði Lesbókina að saga væri þar yfir höfuð, hvað þá myndin.

Þetta lak í blöð að þetta bréf hefði verið skrifað, sem er náttúrulega alvarleg atlaga að tjáningarfrelsinu …“

Heldur betur.

„Það að forystumaður framkvæmdarvaldsins skuli voga sér að gera athugasemd við tjáningu manns í skáldverki.“

Þetta er dálítið magnað.

„Það er magnað brot raunverulega á stjórnarskránni. Auðvitað varð þetta að máli og það sagði við mig mannréttindalögfræðingur, sem ég hitti á förnum vegi og fór yfir málið með honum, hann sagði bara: „Biskupinn verður að segja af sér.“ Biskup reyndar varði mig fyrst en varð síðan auðvitað að hlýða valdinu þegar kom að svona samskiptum um málefni kirkjunnar og ríkisvaldsins.“

Kirkjan var náttúrlega mjög háð ríkisvaldinu á þessum tíma og raunar á öllum tímum.

„Já, hún er búin að vera það auðvitað í 1000 ár með einum og öðrum hætti því að hún náttúrulega var stór hluti af mannlífinu. Þetta endaði nú með því að ég fór í afleysingu í Neskirkju í níu mánuði og svo þróaðist það þannig að á endanum varð ég þar prestur. Og seinna sóknarprestur og var svo í 15 ár þar þangað til ég fór til Noregs. Á þessum tíma þá auðvitað kom ég oft inn á alls konar þjóðmál í mínum ræðum og svona talaði fyrir réttlæti og annað og sumt af því vakti athygli, eins og gengur.

Það er nú þannig að kristin trú er auðvitað í grunninn pólitísk í þeim skilningi að hún lætur sig varða málefni mannlífsins og orðið polis er á grísku og merkir borg. Politikoi eru, erum við sko, hinir pólitísku. Það eru þeir sem láta sig varða málefni borgaranna, borgaraleg réttindi og annað þannig að þetta hangir auðvitað allt saman. Kirkjan hefur mótað mannlífið. Þú tekur bara boðorðin tíu, þau eru pólitísk í þeim skilningi að þau segja: Gerðu þetta og passaðu þig á þessu og komdu svona fram við fólk.

Þetta varðar mannlífið allt og hvernig við búum saman í samfélagi. Þannig að það er ekkert hægt að aðgreina þetta tvennt, trú og pólitík. En, svo er spurning hvort menn eru flokkspólitískir.“

Það er auðvitað allt annar handleggur.

„Ef maður fer að styðja einhvern flokk í prédikunarstólnum.“

Já, það væri óviðeigandi, er það ekki?

„Ja, Einar Gíslason heitinn, hann var nú skemmtilegur prédikari í Fíladelfíu. Ég man eftir honum í útvarpinu þar sem hann þakkaði Sjálfstæðisflokkinn mjög fyrir stuðninginn. Þá voru kosningar í vændum.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ábyrg stefna eða upphrópanir í útlendingamálum?

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ábyrg stefna eða upphrópanir í útlendingamálum?
Hide picture