fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Eyjan

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi

Eyjan
Þriðjudaginn 2. desember 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björg Magnúsdóttir, fjölmiðla- og athafnakona, hefur verið orðið við leiðtogakjör hjá Viðreisn í borginni. Hún segir borgina hafa brugðist ungu fólki og foreldrum og óttast að ef ekki verði breyting á munu fólk kjósa með fótunum og færa sig yfir í önnur sveitarfélög þar sem þjónusta er betri og íbúðaverð viðráðanlegra. Björg er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Björg Magnúsdóttir - 6
play-sharp-fill

Björg Magnúsdóttir - 6

Pólitíkin. Þú hefur áhuga á pólitík?

„Já.“

Og þú ert orðuð, eins og við nefndum hérna í upphafi, þú ert orðuð við við leiðtogakjörið, í Viðreisn, ert undir feldi. En ef við horfum fram hjá því, horfum bara á bara borgina, þetta samfélag. Hvar þarf að taka til hendinni? Þú ert með börn á öllum skólastigum og já, í myglu leikskóla held ég þú hafir sagt. Hver eru stóru málin? Í borginni?

„Veistu það, ég held að stjórnvöld í Reykjavík þurfi bara að ná tökum á grunnþjónustunni aftur og átta sig aðeins á því hver eru lykilkjarnaverkefni sem Reykjavíkurborg á að vera að sinna og fara að horfa á það að verja mestum tíma í að sinna þessum lykilverkefnum. Og ef börnin, leikskólarnir, myglumál, framkvæmdir, einkunnagjöf og við gætum alveg farið út í alls konar fleiri málefni þar. Ef að það er ekki í forgangi og það er látið reka á reiðanum eins og mér finnst hafa verið gert í Reykjavík að mörgu leyti þá skil ég ekki til hvers fólk er að þessu. Þetta er málefni. Að sinna börnum vel og búa vel að þeim hvort sem þú ert með börn á leikskóla, börn í grunnskóla. Unglingarnir okkar, unglingamenningin, íslenskukennslan og allt þetta. Það þarf bara virkilega að setja þessi mál öll í forgang og gera þetta vel og betur. Ég er bara hagsýn húsmóðir. Ég er að reka hérna stórt heimili og annað. Ég mundi aldrei leyfa mér að vera með hérna einhvern 10 milljarða yfirdrátt og risalántökur sem einhver í framtíðinni þarf að borga. Mér finnst þetta líka bara vera rosalegur ábyrgðarhluti. Núna sjáum við t.d. fréttir af Orkuveitunni og Norðuráli og þetta kemur náttúrulega alls ekkert á óvart að, nú Norðurál og það sem er í gangi þar, bilun og annað, það hafi þessi áhrif á Orkuveituna sem síðan hefur áhrif á Reykjavíkurborg. En ef þú býrð þannig um hnútana að þú sért háður arðgreiðslum frá Orkuveitunni til að sinna grunnþjónustu, þá ert þú bara ekkert í rosalega góðum málum. Ef maður hugsar bara kalt um þetta, þá hugsar maður, á ekki útsvarið að covera bara alla lykilþjónustu og lykilþætti í starfsmönnum borgarinnar?“

En þarna ertu komin einmitt að ákveðnu atriði. Það virðist vera nokkuð gegnumgangandi hjá sveitarfélögunum, það hefur mikið af verkefnum flust yfir frá ríki til sveitarfélaga á undanförnum árum og áratugum. Það virðist sem full ástæða sé til að setjast aðeins yfir tekjuskiptinguna, hvort það hafi verið tryggt að nægir tekjustofnar og hafi farið með þessum verkefnum. Reykjavík er í þeirri öfundsverðu stöðu að vera eina sveitarfélagið sem á gríðarlegar eignir. Ég er nú að horfa á kannski fyrst og fremst á Orkuveituna en það eru líka miklar eignir í til dæmis í Félagsbústöðum sem eru langt umfram það í hlutfalli sem þekkist hjá nokkru öðru sveitarfélagi. Þannig að Reykjavík er, eins og ég segi, í öfundsverðri stöðu, en þú ert að segja, heyrist mér, að Reykjavík í sínum grunnrekstri sé að kannski vanrækja ákveðna þætti og sinna einhverju sem þyrfti alls ekki að vera að sinna.

„Já, ég er að segja það. Ég er að segja það og ég held að það sé bara mjög eðlilegt að staðan sé þannig. Kerfi hafa tilhneigingu til að með tímanum og með áratugum að bara flækjast. Þú veist, við bætum við skrefum, við bætum við vottunarferli, við bætum við umhverfisvinkli þarna og hitt og þetta. Við erum alltaf að bæta einhverju við. Við erum ekkert rosalega mikið í því að sleppa þá einhverjum skrefum á móti eða taka eitthvað út á móti. Þannig að það bara flækist. Oft verður það þannig að bara verkefni flækjast, kerfið flækist, kerfið stækkar. Mér finnst til dæmis, ef við horfum á bara skipulagsmálin, við horfum á Braggann, Brákarborg, Græna gímaldið. Þetta eru þrjú dæmi um það einhvern veginn hvernig málum er fyrir komið í Reykjavík. Mér finnst þessi öll mál gefa bara mjög sterkar vísbendingar um það að það sé eitthvað að þarna einhvers staðar á leiðinni.

Ég er ekkert með nákvæmlega öll svörin hvað það er, en ég held þetta sé bara svona. Ég keyrði fram hjá Brákarborg um daginn og tók eftir því að það var þarna flokkur vinnumanna á laugardegi, sem var nú vissulega gaman að sjá að sé verið að leggja kapp á að klára, en svo fór ég að tala við vinkonu mína sem er með barn þarna og það var búið að lofa því að börnin kæmust inn í Brákarborg í nóvember. Því er víst búið að fresta fram í mars. Það reiknar enginn með að áætlun frá Reykjavíkurborg standist. Mér finnst það áhyggjuefni. Mér finnst það vont. Eins og ég segi, ég held að við þurfum að taka einhvern veginn svona skref aftur og átta okkur á því bara hvað viljum við að borgin geri vel. Eigum við þá ekki bara að eyða mestum tíma og peningum í það? Ef þú ert með 23 borgarfulltrúa, sem eru að mínu mati allt of margir. Ef þú ætlar að vera með þau einhvern veginn á hundrað fundum, heldurðu að þau séu ekki með alls konar hugmyndir um hvað væri nú frábært að gera hitt og þetta? Það bara er ekki verkefnið.

Verkefnið er að endurútdeila útsvarstekjum borgarbúa. Þú ert að sýsla með peninga Reykvíkinga og mér finnst bara að fólk þurfi að vera ofsalega meðvitað um það og fara ofsalega varlega með peninga annarra. Þannig að mér finnst þau dæmi sem við sjáum í fjölmiðlum og annað, mér finnst þau ekki öll gefa til kynna að það sé rosalega mikil virðing fyrir því hvernig við förum vel með peninga.“

Já, þetta hefur bólgnað út og við þurfum að taka stöðuna upp á nýtt?

„Ég held það og að einhverju leyti er ég bara pirruð móðir sem er að láta dæmin ganga upp. Ég þarf núna að keyra á milli hverfa með leikskólastrákinn minn og vera í þessu Tetris-púsli alla daga. Það getur enginn unglingur úr hverfinu sótt hann eins og við vorum stundum að fá aðstoð með, bara hlaupa hérna í hverfisleikskólann. Þú ert bara föst í bíl í þessari umferðarteppu kvölds og morgna og það er nú aldeilis annað. Ég veit vel að Borgarlína er á leiðinni og það er frábært og allt það, en það er bara rosalega margt sem maður finnur bara svona áþreifanlega fyrir að gæti verið gert betur og það svíður. Mig langar að sjá þessi mál í betri farveg.“

Þetta togar í þig, ég heyri það.

„Já, er það svona augljóst? Nei, ég byrjaði nú á því að vera alveg heiðarleg með það. Ég hef mikinn áhuga á þessu og auðvitað, ég hef mikla hagsmuni í þessu. Við erum kannski á ólíkum skeiðum í lífinu, en ég er á því skeiði í lífinu, ég þarf bara að geta reitt mig á topp þjónustu frá sveitarfélaginu. Og er það til of mikils mælst að sú þjónusta sé í boði? Nú sé ég að Elli Vignisson er að gera út á það að Selfoss og Árborgarsvæðið, þar sé íbúðaverð miklu lægra, þar eru bílastæði, þar er leikskólapláss; komið í Árborg. Þetta er bara risastórt hagsmunamál. Heldurðu að þetta sé ekki hagsmunamál ef þú ert ungur maður eða ung fjölskylda að kaupa íbúð? Og þú ferð að bera saman sveitarfélög. Heyrðu, mig langar að vera í Reykjavík, þar er gaman að vera í höfuðborginni og lífleg borg og frábær og allt það. En bíddu, það er bara svo dýrt að vera þarna. Það er ekki leikskólapláss. Þetta er bara vesen. Ég fer bara eitthvað annað. Þannig að ég er hrædd um að við séum að einhverju leyti að bregðast unga fólkinu.“

Já, að borgin sé að bregðast unga fólkinu.

„Já, og þau kjósi með fótunum og fari bara og komi sér fyrir einhvers staðar annars staðar.“

Já. En það er hægt að breyta þessu.

„Já, er ekki hægt að breyta öllu? Verður maður ekki að hafa trú á því?“

Við verðum að hafa trú á því.

„Já, að sjálfsögðu. Við vonum að svo verði eftir 16. maí á næsta ári.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Björg Magnúsdóttir: Hef oftast þakkað fyrir vélritunarkunnáttuna

Björg Magnúsdóttir: Hef oftast þakkað fyrir vélritunarkunnáttuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Jólaljós fyrir femínista og Miðflokksfrændur

Nína Richter skrifar: Jólaljós fyrir femínista og Miðflokksfrændur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gunnar Smári telur fylgishrun Sjálfstæðisflokksins tengjast tuðinu í Þjóðmálamönnum

Gunnar Smári telur fylgishrun Sjálfstæðisflokksins tengjast tuðinu í Þjóðmálamönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hvernig væri lífið án EES?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hvernig væri lífið án EES?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gallupkönnun: Yfirgnæfandi meirihluti vill rannsóknarnefnd á störf sérstaks saksóknara í hrunmálum

Gallupkönnun: Yfirgnæfandi meirihluti vill rannsóknarnefnd á störf sérstaks saksóknara í hrunmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framhaldsskólar: Guðmundur Ingi heimsótti FAS – hefur nú heimsótt alla framhaldsskóla

Framhaldsskólar: Guðmundur Ingi heimsótti FAS – hefur nú heimsótt alla framhaldsskóla
Hide picture