fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Eyjan

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Eyjan
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 12:30

Sigurður Gylfi Magnússon og Steinunn Kristjánsdóttir. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athygli vekur að í nýjasta hefti tímaritsins Sögu sem kom út á dögunum skrifar Sigurður Gylfi Magnússon prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands mjög þunga ádrepu á kollega sinn í Háskólanum Steinunni Kristjánsdóttur fornleifafræðing og bók hennar Dauðadóminn sem kom út á síðasta ári og fjallaði um morðmálin á Sjöundá.

Sigurður Gylfi gagnrýnir harðlega fræðilegar forsendur verksins sem hefur vakið mikla athygli frá því að það kom út, meðal annars fékk bókin langa umfjöllun í bókmenntaþættinum Kiljunni hjá Agli Helgasyni.

Sigurður Gylfi gagnrýnir Steinunni fyrir fræðilegt fúsk og finnst yfirlýsingargleði hennar um morðin yfirgengileg. Steinunn vill meina að Bjarni morðingi hafi í raun ekki drepið neinn heldur hafi hann verið hafður fyrir rangri sök. Sigurður Gylfi gagnrýnir forsendur hennar harðlega og telur skrifin ekki sæma fræðimanni. Innan Háskólans bíða margir þess með eftirvæntingu hverju Steinunn svarar þessari gagnrýni sem er óneitanlega óvenju hörð og óvægin.

Í sama hefti Sögu birtir Ragnhildur Hólmgeirsdóttir sagnfræðingur og starfsmaður Þjóðskjalasafns Íslands ritdóm um bók Steinunnar og er sömuleiðis afar gagnrýnin á verkið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu