fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Tilkynna um flug milli Íslands og Montreal

Eyjan
Föstudaginn 14. nóvember 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíska flugfélagið Air Transat hefur ákveðið að hefja flug til Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia.

Í henni kemur fram að flugfélagið hyggist fljúga á milli Montreal í Kanada og Keflavíkurflugvallar tvisvar í viku, mánudaga og miðvikudaga en fyrsta flug verður Þjóðhátíðardaginn sjálfan, 17. júní. Mun flugfélagið síðan fljúga flugleiðina yfir allt sumarið og til 28. september. Þetta er í fyrsta sinn sem Air Transat flýgur til Íslands.

Air Transat var stofnað árið 1986 og verður því fjörutíu ára á næsta ári. Það flýgur til um sextíu áfangastaða í tuttugu og fimm löndum. Höfuðstöðvar félagsins eru í Montreal í Québec-fylki í Kanada.

„Það er okkur mikið gleðiefni að bjóða Air Transat velkomið í hóp flugfélaga á Keflavíkurflugvelli,“ segir Grétar Már Garðarsson, forstöðumaður flugfélaga og markaðsmála á Keflavíkurflugvelli. „Með þessari nýju viðbót aukum við enn við framboð af flugrekendum hér á landi. Flugleið þeirra til Montreal styrkir tengsl Íslands og Kanada og endurspeglar bæði vaxandi aðdráttarafl Íslands sem áfangastaðar og styrk Keflavíkurflugvallar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis