fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Eyjan
Laugardaginn 1. nóvember 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég starfaði um árabil á meðferðarstofnunum fyrir fíkla úr öllum lögum samfélagsins. Margir góðkunningjar lögreglunnar voru meðal þessara sjúklinga. Þessir menn voru venjulega þaulvanir að sitja í yfirheyrslum og segja sem allra minnst. Oft var erfitt að ná saman nothæfri sjúkraskrá því að viðkomandi gaf engar upplýsingar um eigin líðan. Ég áttaði mig fljótlega á því að þetta var gamall vani úr yfirheyrslum hvort heldur hjá RLR eða lækni á meðferðarstöð.

Í vikunni bárust fréttir af því að ríkislögreglustjóri hefði um árabil haft vellaunaða konu til að skreppa fyrir sig í Jysk á vegum embættisins og velja gardínur og húsgögn. Hún rukkaði embættið um liðlega ein daglaun Eflingarkonu á hvern klukkutíma sem var verðskuldað. Í fréttinni kom fram að umræddur ráðgjafi hafði um árabil verið lögreglustjóra innanhandar við alls konar, skipulagningu, viðvik og reddingar fyrir talsverða peninga.

Fjölmiðlar gengu af göflunum og ríkislögreglustjóri sat fyrir svörum en sagði fátt. Hún hafði lært af viðskiptavinum embættisins að sitja í löngum yfirheyrslu án þess að gefa neitt uppi.

Reyndar fannst mér þessi ráðstöfun embættisins hið besta mál og mjög til eftirbreytni. Ekki nenni ég í Jysk eða Kostkó og skelfingar ósköp vildi ég geta ráðið hjálpsaman kvenmann til að vafra með Jóhönnu konu minni um endalausa króka og kima margra verslana. Valkvíði okkar hjóna er mikill svo að gott væri að hafa smekkvísan ráðgjafa við val á gluggatjöldum og píluspjaldi. „Það er nóg til,“ segir verkalýðsforystan og afhverju ekki að nota aurana til að auðvelda ríkislögreglustjóra lífið með sérmenntaðri konu á búðarröltinu og þriðju vaktinni. Þetta ætti reyndar líka að gilda um aðra valdamenn lýðveldisins sem allar eru konur. Það fer vel á því að þær hafi vellaunaðan reddara sér til fulltingis í daglegu amstri. Það eykur samstöðu kvenna og kemur í veg fyrir bakslag í réttindabaráttunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Sic transit gloria mundi

Björn Jón skrifar: Sic transit gloria mundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skortur á skilningi

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skortur á skilningi
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Af útlenskum lögum á Íslandi

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Af útlenskum lögum á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heitirðu Óttar?

Óttar Guðmundsson skrifar: Heitirðu Óttar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Nína Richter skrifar: Þegar Play ýtti á stopp

Nína Richter skrifar: Þegar Play ýtti á stopp