fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Eyjan

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Eyjan
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Traustason hefur skrifað og gefið út bækur sem gengið hafa ákaflega vel. Mamma og ég, saga mæðginanna Kolbeins Þorsteinssonar og Ástu Sigurðardóttur, hefur runnið út núna í haust. Fyrir rúmum áratug, eftir að honum var bolað af DV, gaf Reynir út nokkurs konar fréttaævisögu sína, Afhjúpun. Reynir er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Reynir Traustason - 7
play-sharp-fill

Eyjan - Reynir Traustason - 7

„Þegar stefnuvotturinn var búinn að setja á mig nálgunarbannið, eða birta mér nálgunarbannið, og ég komin þarna út, þá var hún skrifuð á 20 dögum, 21 degi. Þar er ég að líta um öxl og gera upp þessa hluti við Þorstein Guðnason og Sigurð. Þeir kölluðu sig Steini G. og Siggi G. og voru svona, ekki teiknimyndafígúrur, Steini G. og Siggi G. Það var svona bandalagsnöfnin þeirra. Ég er að gera upp við þetta lið og ekki síst vinkonu mína, Lilju Skaftadóttur, sem gerði heimildarmyndina, Maybe I Should Have og talaði mikið fyrir jöfnuði og svo framvegis, en hún skiptir nú um lið þarna og gekk í lið með Steina G. og Sigga G.

Það var svolítið fyndið að sjá það á hluthafafundinum, þegar við vorum að tapa, þar sem hún allt í einu situr með þeim og er búin að selja þeim hlutinn sinn, fór á bak við okkur þar. Hafði fengið gefins 1,8 prósent og átti að fá að vera þarna svolítið svona dómínerandi. En hún hvarf jafn skjótt og hún kom og lítið hefur til hennar spurst síðan.“

Þú fórst á Stundina og svo fórstu á Mannlíf og nú ertu bara virðulegur bókaútgefandi.

„Já, og sendill. Ég var að koma úr Eymundsson í Hafnarfirði. Ég var að fara með bækur þangað. Ég dreifi bókum og ég geri allt sem gera þarf, nema sambýliskonan, hún Guðrún, sér um bókhald fyrir mig og eitthvað svoleiðis. En annars er maður bara í þessu og það er bara stuð.“

Er það ekki?

„Jú, Mamma og ég er náttúrlega trompið okkar í ár.“

Já, það hefur heldur betur slegið í gegn.

„Já, það er saga Kolbeins Þorsteinssonar og Ástu Sigurðardóttur. Og svo er ég með bók sjálfur sem heitir Fólkið í vitanum, gleði og sorgir í Hornbjargsvita sem er svona, gæluverkefni, búið að vera í mörg ár, það er að segja, það eru sex ár síðan ég byrjaði á bókinni. Og ég hef svona verið að grípa í hana öðru hvoru, nema að það er eitthvað sem að fékk mig til þess að keyra í einum spreng norður á Akureyri af því að mér fannst mikilvægt að ná Óla komma, svona vera með söguna hans. Og ég keyri norður og hann segir mér söguna með sinni alkunnu kímni og tveimur árum seinna var hann allur. Hluti af þessari bók er þannig að maður hefur náð að bjarga, það er auðvitað verðmæti að bjarga einhverjum svona frásögnum. Það er enginn til frásagnar um það sem gerðist á tíð Óla Komma ef hann er farinn nema þá að hann hafi sagt það einhvers staðar um að þið getið grafið það upp með Google.“

Reynir segir bókaútgáfuna vera sér eins konar slökun. „Það er ágætt að vera laus við þessa krimma á eftir sér og vera bara í vinalegu sambandi við bókabúðir og plögga eins og maður getur.“

Þurfa ekki að vera með myndavélar utan á húsinu beintengdar við lögregluna.

„Þetta er bara lúxus. Ekki það, mér leiddist þetta aldrei. Ég náttúrlega var svo vitlaus, eins og með Jón Trausta, þegar hann tekur mig kverkataki. Ég varð aldrei hræddur. Ég hugsa bara með mér, ég má ekki lyfta hendi á móti honum. Ég verð að vera, eins og Gandhi. Lyppast niður. Þannig að ég veitti honum aldrei mótspyrnu og það kom líka fram í réttarsalnum. Sveinn Andri sperrti sig ógeðslega og segir: „Ja, er það nú ekki þannig, Reynir, að þú veittir honum mótspyrnu?“

Ég sagði: „Nei, Sveinn Andri, ég veitti honum ekki mótspyrnu.“

Þá hélt hann áfram og ég sagði: „Heyrðu, nei, veistu það, Sveinn,“ sagði ég, „ef þú gerir mér eitthvað, sem er nú alveg líklegt að þú gerir, þá ætla ég ekki að koma og berja þig, ég ætla að kæra þig til siðanefndar lögmanna.“ Þá hló dómarinn, Símon grimmi. Þetta var aldrei þannig. Þetta böggaði mig ekkert, en auðvitað var þetta erfitt þegar, eins og ég var að segja frá með litlu stelpuna þarna á neðstu hæðinni og þegar fólk er farið að koma að þér og hóta börnunum þínum þá er það svolítið snúið, það hótar enginn bókaútgefanda eða sendli.“

Nei, nei. Fer reyndar eftir því hvað þú gefur út.

„Þetta er allt svo, svo ljúft og gott.“

Já, já. Þú ert með þína bókaútgáfu.

„Já, og hún heitir Góður punktur og er náttúrlega gamalt félag sem að hefur fylgt mér lengi og gaf út Afhjúpun á sínum tíma.“

Er fleira á döfinni þar?

„Já, það er fleira á döfinni sem er ekki tímabært að fara í gegnum en ég sé alveg næstu, þar næstu jólabók. Já, ég er að handfjatla hana þessa dagana. Það er bók sem að ég hef verið að skrifa og á bara eftir að klára. Þó að maður sé nú svona farinn að eldast, þá sé ég alveg verkefni einhver ár fram í tímann.“

Já, já, þú sérð þetta ekki fram á iðjuleysi?

„Nei, Paul McCartney er að halda tónleika áttræður. Af hverju ætti ég ekki að geta skrifað bók 73?“

Já, já. Nákvæmlega.

„Það er bara þannig. Mick Jagger, Rollingarnir.“

Já, já. Það er mikið eftir. Þetta er rétt að byrja.

„Já, ég er voðalega sáttur við þetta. Ég óttast ekkert í sjálfu sér. Það styttist í þessu öllu hjá manni en ég óttast ekkert og mér finnst þetta bara gaman það sem ég er að fást við. Fjölmiðlaharkið sem slíkt er bara að baki. Ég nenni ekki að fara að taka þátt í einhverju svoleiðis aftur. Ég sakna þess aðeins að geta ekki ekki slúðrað á hverjum degi eins og í gegnum Orðróminn eða Sandkornin forðum. Ég held ég sé búinn að skrifa örugglega nokkur þúsund Sandkorn í DV og svo Orðrómana í Mannlíf. Það gat verið svolítið gaman.“

Já, já. Ég tek undir það, maður smellti oft á Mannlíf. Svona, er kominn nýr Orðrómur?

„Sandkornið var alltaf til að tappa af. Ég man eftir því þegar við fengum ábendingu um að Þorsteinn Pálsson væri að fara að vera sendiherra í London og við hringdum og hringdum og hringdum og það kom ekki neitt út úr því. En þá gat maður skrifað lítið Sandkorn: „Þorsteinn til London?“ Og það var upplýst samdægurs. Hann var að fara til London. Þetta var oft svona. Þegar maður gat ekki skúbbað var hægt að fara þá leiðina.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Sægreifarnir læsa klónum í Sýn – væla svo út af fjölmiðlastyrknum

Orðið á götunni: Sægreifarnir læsa klónum í Sýn – væla svo út af fjölmiðlastyrknum
Hide picture