Sigríður Á. Andersen verður þingflokksformaður Miðflokksins og tekur við af Bergþóri Ólasyni sem sagði sig frá formennsku. Þetta lagði formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, til á þingflokksfundi í dag og var tillagan samþykkt einróma.
Líklega kemur þessi ákvörðun fáum á óvart enda Sigríður reynslumikill þingmaður. Hún sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 2015-2021 og var um tíma dómsmálaráðherra. Hún settist svo á þing fyrir Miðflokkinn eftir síðustu kosningar.