fbpx
Laugardagur 04.október 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Heitirðu Óttar?

Eyjan
Laugardaginn 4. október 2025 06:00

Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég fæddist í Reykjavík skömmu eftir lok seinni heimsstyrjaldar. Í fyllingu tímans var ég skýrður af sr. Jóni Thorarensen. „Hvað á barnið að heita?“ Óttar var svarið. Klerkur hváði enda var nafnið óvenjulegt á þessum tíma. Hann skráði í skírnarvottorðið að drengurinn héti Othar að norskum sið. Faðir minn leiðrétti þetta en lét prestinn skrá Óttarr með tveimur errum af eintómri tilgerð. Teningunum var kastað og ég kominn með nafn sem átti eftir að fylgja mér ævina á enda.

Það var ekki auðvelt að heita Óttar á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar. Nafnið gaf tilefni til óteljandi brandara og útúrsnúninga. Spurður að nafni sagðist ég heita Óttar. „Ekki óttast ég það,“ var svarið eða „ósköp ertu óttalegur eða óttasleginn.“ Smám saman fór ég að „óttast” mitt eigið nafn og öll þessi heimskulegu viðbrögð. Ekki bættu errin tvö úr skák. Þau gáfu tilefni til enn frekari leiðinda og hártogana. Þegar ég var kominn í menntaskóla naut þekktur íslenskufræðingur þess að taka mig upp og segja: „Óttarr með tveimur errum, vilt þú lesa.“ Þessi brandari var endurtekinn margsinnis mér til mikilla leiðinda þar til ég lét fjarlægja annað errið.

Í gömlum fræðum stendur að fjórðungi bregði til fósturs og fjórðungi til nafns. Nafnið skiptir miklu máli og verður smám saman óaðskiljanlegur hluti af persónuleikanum.

Ég reyndi að finna mér einhverjar hetjur í Íslendingasögum sem hétu Óttar til að taka mér til fyrirmyndar. Óttar svarti skáld var hirðmaður bæði í Svíþjóð og Noregi. Hann var kvensamur og þver og þrjóskur og lét illa að stjórn. Ólafur digri Noregskonungur dæmdi skáldið til dauða en Óttar bjargaði sér naumlega með því að yrkja lofkvæði um konung sem hann meinti ekkert með. Óttar snoppulangur kemur við sögu í Sturlungu og barðist með Ásbirningum og drap Kægil-Björn Dufgusson frænda minn. Mér var fremur vel við Óttar svarta en illa við Snoppulang. Báðir voru þeir meingallaðir hvor á sinn hátt.

Ég hef oft velt því fyrir mér hvort ég hefði orðið allt annar maður með einhverju öðru nafni. Hef ég kannski samsamað mig að brengluðum persónuleika Óttars svarta og Snoppulangs. Er það vandamálið? Er ekki bara einfaldast að heita Jón?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Feimnismál

Óttar Guðmundsson skrifar: Feimnismál
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Lýðræði og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Lýðræði og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
31.08.2025

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
EyjanFastir pennar
30.08.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert