fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Eyjan

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listasafnsfélagið, hollvinafélag Listasafns Íslands, verður endurvakið á fundi sem haldinn verður í Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7, fimmtudaginn 9. janúar, kl. 17.

Allir eru velkomnir á fundinn og geta allir gerst stofnfélagar. Árgjald verður 5000 krónur.

Í fréttatilkynningu kemur fram að félagið mun starfa innan ramma laga 110/2021 um almannaheillafélög og er megin­markmið þess að styðja við starfsemi Listasafns Íslands og bæta safnkost þess. Listasafnið hefur takmarkað fé til innkaupa en til að safnið geti orðið safn á heimsmælikvarða er mikilvægt að eignast fleiri lykilverk eftir íslenska og alþjóðlega listamenn. Félagið mun standa fyrir tveimur viðburðum á ári sem félagsmönnum verður sérstaklega boðið til ásamt því að safna fjármunum til að styrkja Listasafn Íslands.

Um árabil hafa fjölmargir listamenn og aðrir velunnarar stutt við safnið með listaverkagjöfum og fjárframlögum. Stærsta einstaka fjárframlag til safnsins kom frá Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssyni árið 1980 en núvirt nemur það hátt í milljarði. Þá er stutt síðan erfingar hjónanna Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur, sem kennd eru við Síld og fisk, færðu safninu um 1400 verk.

Nú þegar hefur tilvonandi félagi borist vilyrði um gjöf frá þeim Birgi Þór Bieltvedt og Eygló Björk Kjartansdóttur. Þau hafa boðið félaginu tilkomumikið verk eftir hinn þekkta sænska málara Andreas Eriksson en að sögn listamannsins er verkið unnið undir áhrifum frá íslenskri náttúru.

Askberg, Andreas Eriksson, 2020.
Stofngjöf til Listasafnsfélagsins frá Birgi Þór Bieltvedt og Eygló Björk Kjartansdóttur

Forveri Listasafnsfélagsins sem hét sama nafni starfaði um tíma á sjötta áratugnum og gaf safninu verk eftir nokkra kunna erlenda samtímamenn en formaður stjórnar var Gunnlaugur Þórðarson lögfræðingur og listunnandi.

Á stofnfundinum mun Katrín Jakobsdóttir kynna nýtt félag. Þá mun nýr ráðherra menningarmála, Logi Einarsson, ávarpa fundinn og Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, mun einnig halda stutt erindi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps