fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
Eyjan

Kristrún Frostadóttir á lista með Lamine Yamal og Becky G

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 30. september 2025 16:30

Kristrún komst á TIME: 100 Next listann ásamt mörgum stórstjörnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, er á nýjum lista tímaritsins TIME yfir 100 rísandi stjörnur í heiminum í dag. Það er TIME: 100 Next. Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, skrifar textann um Kristrúnu.

„Með djörfum hugmyndum sínum og auga fyrir raunsæjum lausnum og hagfræðiheila sem gerir jafn vel fjármálaráðuneytið taugaóstyrkt – hvort sem hún skipuleggur umbætur í fiskveiðum (hugrökk setning á hvaða norræna tungumáli sem er) eða sjálfbært samfélag með hagvexti – er Kristrún Frostadóttir einbeitt og óvenju fús til að storka gömlum hefðum,“ segir Fredriksen í umsögn sinni um Kristrúnu.

TIME: 100 Next er sambærilegur við TIME: 100 listann yfir áhrifamesta fólk heimsins, sem hefur verið tekinn saman síðan árið 1999, en þessi listi fjallar um rísandi stjörnur. Það er fólk sem tímaritið spáir að muni setja mark sitt á framtíðina.

Á listanum er fólk úr ýmsum geirum, ekki aðeins stjórnmálum. Á meðal þeirra má nefna leikkonuna Kaitlyn Dever, knattspyrnumanninn Lamine Yamal og tónlistarkonuna Becky G.

Listanum er skipt í fimm flokka; listamenn, undrabörn, frumkvöðla, leiðtoga og talsmenn. Kristrún er á listanum yfir rísandi leiðtoga. Á listanum yfir rísandi leiðtoga er, auk Kristrúnar, m.a. Ruben Gallego, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Arizona, sem vann glæstan sigur í kosningunum í Bandaríkjunum í nóvember þar sem demókrötum farnaðist almennt illa. Einnig má nefna Karoline Leavitt, talsmann Hvíta hússins, Eriku Kirk, ekkju Charlie Kirks, og April Koh, stofnanda og forstjóra Spring Health, sem er ört vaxandi fyrirtæki á sviði geðheilbrigðismála í Bandaríkjunum. Koh er á forsíðu Time og talin upp fyrst á lista yfir rísandi leiðtoga. Kristrún er þar önnur á listanum.

Mette Frederiksen heldur áfram: „Kristrún tók við embætti forsætisráðherra í desember síðastliðnum til að sækja fram fyrir Íslands hönd, ekki einungis stýra því. Með reynslu sem spannar allt frá Wall Street til Reykjavíkur hóf hún þátttöku í stjórnmálum með skýrt markmið: að sameina félagslegt réttlæti og efnahagslegt raunsæi. Að stjórna með framtíðarsýn, ekki ótta.

Í samtölum mínum við Kristrúnu hef ég kynnst henni sem málefnalegri, opinskárri og uppbyggilegri, einnig þegar við erum ekki fyllilega sammála. En um þetta erum við svo sannarlega sammála: Ísland verður að vera sterkt – á Norðurlöndum, í NATO og á norðurslóðum.“

Listann má sjá hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur Einar hættur í stjórnmálum

Ásmundur Einar hættur í stjórnmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Stórt skarð höggvið í raðir skrímsladeildarinnar?

Svarthöfði skrifar: Stórt skarð höggvið í raðir skrímsladeildarinnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs

Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tíðindalaus uppskeruhátíð eða hvað

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tíðindalaus uppskeruhátíð eða hvað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Myndir frá Landsþingi Viðreisnar – Þorgerður Katrín endurkjörin formaður

Myndir frá Landsþingi Viðreisnar – Þorgerður Katrín endurkjörin formaður
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hálf öld frá stofnun Dagblaðsins

Björn Jón skrifar: Hálf öld frá stofnun Dagblaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Lýðræði og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Lýðræði og ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Vilja gera Lilju að formanni – Þórólfur plottar með Sjöllum og Miðflokki

Orðið á götunni: Vilja gera Lilju að formanni – Þórólfur plottar með Sjöllum og Miðflokki