fbpx
Laugardagur 20.september 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Feimnismál

Eyjan
Laugardaginn 20. september 2025 06:00

Mynd/ Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega birtust í fjölmiðlum fregnir af Birni Borg tennishetju. Á Svíþjóðarárum mínum var Björn þjóðhetja og tákn norrænnar karlmennsku. Hann var langur og mjór með sítt ljóst hár og ennisband. Hljótt hefur verið um kappann þar til greint var frá því að hann hefði um árabil barist við krabbamein í blöðruhálskirtli og kókainfíkn.

Fullorðnir karlmenn hafa miklar áhyggjur af blöðruhálskirtlinum. Hann gegnir þýðingarmiklu hlutverki í kynlífi en verður oft til vandræða með hækkandi aldri. Kirtillinn stækkar og alls konar vandamál skjóta upp kollinum varðandi þvaglát og kyngetu. Algengasti krabbi hjá eldri körlum er í blöðruhálskirtli. Veikindi í þessu líffæri hafa því veruleg áhrif á lífsgæði eldri karla. Einkennin eru þó oft feimnismál sem menn eiga erfitt með að viðurkenna.

Þegar ég var ungur stúdent á handlæknisdeild Landspítala voru sjúklingar á þvagfæradeild kallaðir hlandkarlar. Okkur stúdentum fundust þetta óspennandi veikindi í samanburði við hjartveiki eða sykursýki. Sjálfur hef ég verið í afneitun á þetta líffæri og lokað augunum fyrir öllum einkennum. Hégómleiki réði för því að ég vildi ekki vera kallaður hlandkarl af áhyggjulausum læknanemum af nýrri kynslóð.

Það kom því vel á vondan þegar ég neyddist á dögunum til að fara í blöðruhálskirtilsathugun á mínum gamla vinnustað. Læknirinn var laglegur maður, gráhærður og gráskeggjaður og minnti einna helst á Jesú Krist á gamals aldri. Að skoðun aflokinni leið mér eins og nýþukluðum lambhrúti eftir hrútasýningu á Sauðfjársetrinu. Mér fannst þetta bæði óþægileg og pínleg rannsókn. Enginn karlmaður kastar fram ódauðlegri setningu eða vel kveðinni vísu meðan verið er að þreifa blöðruhálskirtilinn. Maður þegir og bítur á jaxl og biður þess að þessu ljúki fljótt. Mér varð hugsað til Björns Borg sem var búinn að fara í ótal svona skoðanir á kirlinum á löngum veikindaferli. Jafnvel margfaldir Wimbledonmeistar geta umbreyst í hlandkarla í einni svipan. Ég þarf að takast á við eigin fordóma gagnvart þessum veikindum sem öðrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Sukkið vestur á Melum

Björn Jón skrifar: Sukkið vestur á Melum
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ameríka fyrst eða fullveldi og frelsi

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ameríka fyrst eða fullveldi og frelsi
EyjanFastir pennar
20.08.2025

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð