fbpx
Miðvikudagur 28.maí 2025
Eyjan

Sigmundur uppskar mikinn hlátur á Alþingi í dag – „Vinnustaðasálfræðingur, frú forseti, hefur verið fenginn af minna tilefni“

Eyjan
Mánudaginn 26. maí 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fór með dramatíska ræðu á Alþingi í dag þar sem hann skautum föstum skotum á stjórnarandstöðuna og uppskar mikinn hlátur úr þingsal.

„Frú forseti. Ég hef miklar áhyggjur af stjórnarandstöðunni. Hún lítur ekki glaðan dag og kemur hér dögum, vikum og mánuðum saman upp án þess að brosa. Það liggur við að hún sjái ekki tilgangi í lífinu.“

Undir ræðu Sigmundar mátti ítrekað heyra hlátrasköll úr þingsal, þó svo að Sigmundur sjálfur hafi verið hinn alvarlegasti.

„Þess utan er allt farið veg allrar veraldar: vegamál, heilbrigðismál, útlendingamál, menntamál. Eftir tólf ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins og ellefu ára tíð Framsóknarflokksins er allt farið veg allrar veraldar og þetta fólk, þetta ágæta fólk sem vinnur með okkur, sér ekki glaðan dag eftir alla þessa tíð. Vinnustaðasálfræðingur, frú forseti, hefur verið fenginn af minna tilefni hingað inn fyrir þessar dyr til að laga til í ranni Pírata og seinni tíma Píratar þyrftu kannski á vinnustaðasálfræðingi að halda.“

Loks fór Sigmundur með vísu þar sem hann gaf til kynna að í staðinn fyrir myrru, gull og reykelsi sé nú ekkert að finna hjá stjórnarandstöðunni annað en ofnotað bull og svekkelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Bólu-Hjálmar

Óttar Guðmundsson skrifar: Bólu-Hjálmar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enn tapar Sjálfstæðisflokkurinn fylgi – boðar ekki gott fyrir sveitarstjórnarkosningar í maí 2026

Orðið á götunni: Enn tapar Sjálfstæðisflokkurinn fylgi – boðar ekki gott fyrir sveitarstjórnarkosningar í maí 2026