fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
EyjanFastir pennar

Steinunn Ólína skrifar: Að fatta fattið

Eyjan
Föstudaginn 23. maí 2025 06:00

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mynd: Kári Sverrisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það koma stundir – hvorki háværar né dramatískar þar sem ég sé við sjálfri mér:

Tilfinning vaknar, gamalt viðbragð gerir vart við sig, gamalkunnug innri rödd hvíslar sitt margtuggna handrit.

Og í eitt andartak ætla ég að fara eftir því —

en ég geri það ekki.

Þess í stað, kem ég auga á það, staldra við.

Ég sé mig – alveg í þann mund að ganga stíginn sem ég hef þúsund sinnum fetað áður.

Stíginn sem gaf fyrirheit um að ég myndi lifa af,

stíginn sem ég taldi vera ástarinnar,

stíginn þar sem ég fann svo til að ég get ekki, einu sinni nefnt það.

Núna á ég orð yfir þetta:

Sjálfshöfnun.

Ég geri ekki lítið úr henni. Ég veiti henni ekki mótspyrnu. Ég skoða hana af forvitni og hlýju.

Ég sé hana fyrir mér eins og öldu sem ég vildi ólm drekkja mér í – en núna, get ég sleppt því.

Það er í þessu rými – milli hvatanna og valsins –

sem það stórkostlega býr:

Frelsið.

Ekki þeirrar gerðar að það öskri og fagni, heldur þeirrar gerðar sem hvíslar:

Þú ert ekki lengur sú sem þú varst.

Það er smá sorglegt. Já.

Sorg vegna barns sem vissi ekki, fólks sem sá ekki og sálnanna sem þögðu.

En grafið inn í þá sorg er eitthvað mýkra og dýpra –

blessun og náð.

Blessun boðar nýtt upphaf.

Ég vel því á nýjan leik:

Ekki af því að ég verð.

Ekki af því að ég óttast afleiðingarnar.

Heldur vegna þess að í fyrsta skipti,

get ég það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
EyjanFastir pennar
29.06.2025

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
28.06.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
26.06.2025

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sterka hliðin og hin hliðin á NATO

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sterka hliðin og hin hliðin á NATO
EyjanFastir pennar
25.06.2025

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum