fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði
Föstudaginn 9. maí 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari ypptir öxlum og segir þrjóta þá, sem stálu hljóðupptökum af símhlerunum og meira að segja af yfirheyrslum í hrunmálum, auk uppskrifta af þessum hlerunum, eina bera ábyrgð á þeim þjófnaði. Hann segir sitt embætti hafa notað sömu geymsluaðferðir fyrir þessi gögn og löggan gerði á þeim tíma. Öllum gögnum sem löggan geymdi svona var líka stolið, af sömu aðilum, á þessum sama tíma.

Svarthöfði veit í raun ekki hvort hann á að hlæja eða gráta. Vitaskuld eru þrjótarnir sem stálu þessum gögnum – mjög auðveldlega að því er virðist í fjáröflunarskyni – ótíndir glæpamenn, um það þarf ekki að efast. Þeir sviku vissulega félaga sína í lögreglunni, sem upp til hópa eru vandað fólk sem við berum virðingu fyrir og treystum á á ögurstundu. En verstu svikin komu alls ekki frá þrjótunum, sem segja má að séu botnfall samfélagsins.

Það er nefnilega gömul saga og ný að freistingin freistar. Þegar um er að ræða peninga eða eða önnur verðmæti, t.d. viðkvæmar upplýsingar, er það segin saga að óvandaðir aðilar munu alltaf freistast til að nýta þær sér til fjárþúfu, eigi þeir kost á því. Og í stórum hópi eru einatt óvandaðir aðilar. Enginn skrifaður eða óskrifaður heiðurskóði kemur í veg fyrir það. Þess vegna þarf að passa vel upp á verðmæti – líka upplýsingar. Ekki síst viðkvæmustu upplýsingar sem til eru – rannsóknargögn saksóknara og lögreglu í sakamálum.

Svarthöfði getur ekki annað en klórað sér í hausnum yfir því að héraðssaksóknari, fyrrverandi sérstakur saksóknari, yppti bara öxlum yfir því að hans undirmenn hafi stolið öllum gögnum embættisins og nýtt sér til auðgunar. Þetta vissi sérstakur fyrir meira en áratug. Þá losaði hann sig við þjófana. Hann rak þá ekki, heldur gerði við þá starfslokasamning. Sérstakur saksóknari hafði eitt mikilvægt hlutverk sem var að passa upp á þær viðkvæmu upplýsingar sem embættið fékk, reyndar með ótrúlegri undanlátssemi íslenskra dómara þegar nornaveiðar voru normið hér á landi. Eins og enskumælandi segja: „He had one job …“

Svo kærði sérstakur þjófana til ríkissaksóknara fyrir þjófnað, eftir að hann gerði starfslokasamning við þá þegar upp komst um þjófnaðinn. Ríkissaksóknari nennti ekki mikið að gera með þá kæru. Felldi málið niður. Ekki var farið í húsrannsóknir og handtökur eins og gert var í öllum hrunmálum, oft af litlu tilefni, tölvur og símar handlagðir, jafnvel raftæki fjölskyldumeðlima. Hefði eitthvað saknæmt komið í ljós við slíkt? Ja, hver veit?

Svarthöfða finnst það mjög í anda þeirra vinnubragða sem sérstakur saksóknari og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu viðhöfðu fyrir meira en áratug, þegar ótíndir glæpamenn óðu um þessi embætti á skítugum skónum og stálu öllu steini léttara – fengu síðan starfslokasamning fyrir – og ríkissaksóknari nennti ekki að rannsaka málið, að ríkissaksóknara skuli nú falið að fara ofan í saumana á því öllu, sem sagt fella dóm yfir eigin gjörðum.

Svarthöfði er á því að einhvers staðar yrðu fengnir óháðir aðilar til að rannsaka það hvernig þessum viðkvæmu gögnum var stolið – og jafnvel yrði þeim sem stýrðu þeim embættum sem glötuðu gögnunum vikið úr starfi – alla vega tímabundið á meðan málið er rannsakað.

Svarthöfði er á því að ótrúleg kaldhæðni felist í því að lýðveldið Ísland er mesti bananaframleiðandi í Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Áminning á sumardaginn fyrsta

Steinunn Ólína skrifar: Áminning á sumardaginn fyrsta
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
EyjanFastir pennar
04.04.2025

Steinunn Ólína skrifar: Bensínstöðin sólin

Steinunn Ólína skrifar: Bensínstöðin sólin
EyjanFastir pennar
03.04.2025

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð