fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Eyjan

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 2. maí 2025 13:25

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum ráðherra, hyggst taka sér leyfi frá þingstörfum næsta vetur og flytja til New York til að elta langþráðan draum sinn. Áslaug Arna mun leggja stund á MPA nám við Columbia háskóla næsta vetur. 

New York er næsta stopp.

Kæru vinir.

Ég hef tekið ákvörðun um að hefja nám í Columbia háskóla í New York síðsumars eftir að ég fékk boð í vikunni um skólavist. Því fylgja flutningar til Bandaríkjanna og leyfi frá þingstörfum í 9 mánuði frá og með haustinu. Þar mun ég leggja stund á MPA nám (Master in Public Administration in Global Leadership).

Þetta hefur verið draumur lengi. Ég er reyndar manneskja margra drauma. Síðustu 10 ár hef ég gefið allt sem ég á í störfum mínum fyrir Ísland og Sjálfstæðisflokkinn.

Ástríða mín um að hafa jákvæð áhrif á samfélagið okkar er hvergi á undanhaldi. Ég trúi því að með þessu skrefi sé ég ekki að bara láta persónulegan draum rætast heldur líka að stækka sjóndeildarhringinn, bæta við mig þekkingu og reynslu sem mun án efa reynast mér mikilvægt veganesti inn í framtíðina.“ 

Áslaug Arna. Mynd: Facebook.

Sigurður Örn Hilmarsson mun taka sæti Áslaugar Örnu á þingi.

Mér er þó enn efst í huga um þessar mundir þakklæti fyrir allan stuðninginn í stjórnmálunum síðustu ár og sérstaklega í vetur í aðdraganda landsfundar flokksins okkar. Tími og barátta sem ég mun aldrei gleyma. Lærdómsríkt ferðalag – jafnvel rússíbanareið – á svo marga vegu.“ 

Áslaug Arna segir að henni líði ótrúlega vel og dýrmætt sé að finna fyrir stuðningi hvað þessa persónulega ákvörðun hennar varðar. 

Segist hún hvergi nærri hætt í stjórnmálum og stóra verkefnið framundan eru sveitarstjórnarkosningarnar og að ná borginni að nýju. Þar þurfi Sjálfstæðismenn um allt land á stuðningi að halda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Sukkið vestur á Melum

Björn Jón skrifar: Sukkið vestur á Melum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir