fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa

Eyjan
Föstudaginn 28. mars 2025 07:00

Bashar Masri. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að sögn margra ísraelskra fjölmiðla, þá stefnir í að Bashar Masri, 64 ára palestínsk/bandarískur auðmaður muni leika lykilhlutverk í fyrirætlunum Donald Trump varðandi Gasa.

Meðal þeirra miðla sem skýra frá þessu er The Jerusalem Post sem segir að Masri sé með bæði palestínskan og bandarískan ríkisborgararétt og hafi búið í Bandaríkjunum með fjölskyldu sinni síðustu árin.

Frá því að Trump tók við forsetaembættinu hefur Masri verið ráðgjafi fyrir Adam Boehler, sem er sérstakur útsendari Trump í Miðausturlöndum. Boehler hefur verið í stöðugum ferðum á milli Doha, Kaíró og annarra höfuðborga í Miðausturlöndum til að semja um lausn þeirra ísraelsku gísla sem Hamas hryðjuverkasamtökin námu á brott í hryðjuverkaárásinni á Ísrael í október 2023.

The Jerusalem Post segir að margar af þessum ferðum hafi verið farnar í einkaþotu Masri og að hann hafi verið með í för í sumum þeirra.

Masri fæddist inn í fína og efnaða palestínska fjölskyldu sem bjó í Nablus á Vesturbakkanum.

Hann tók þátt í mótmælum gegn Ísrael þegar hann var ungur að árum og hefur tvisvar setið í ísraelsku fangelsi. Það gerði hann þegar hann var 14 og 16 ára.

Hann stundar fasteignaviðskipti og þrátt fyrir uppruna sinn og andstöðu við Ísrael á yngri árum, er hann talinn ansi praktískur maður í dag því hann hefur engin tengsl við Hamas og heldur ekki við palestínsk yfirvöld.

Hann kom að uppbyggingu palestínska bæjarins Rawabi, sem er ekki langt frá Ramallah á Vesturbakkanum. Rawabi er nútímalegur bær með þróuðum innviðum, skólum, sjúkrahúsum, hótelum, kvikmyndahúsum, tveimur moskum og grískri rétttrúnaðarkirkju. Þar eru einnig verslunarmiðstöðvar, veitingastaðir og leikhús.

Í viðtali við The Jerusalem Post sagði Masri: „Ef við getum reist bæ, þá getum við reist ríki.“

Það er einmitt þetta sem Trump gæti þurft á að halda ef hann vill láta drauminn um að gera Gasa að ferðamannaparadís að veruleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna