fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Eyjan
Föstudaginn 28. mars 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs,“ segir Margrét Tryggvadóttir rithöfundur í færslu á Facebook. Margrét vísar þar til hagfræðingartillögu sem meirihlutinn í Kópavogi hefur lagt fram til að mæta auknum útgjöldum vegna nýs kjarasamnings kennara.

Meðal annars hefur Ásdís lagt til að laun bæjarfulltrúa verði lækkuð um 10 prósent og að laun hennar sjálfrar lækki um 1,8%

Margrét segir þessa tillögu popúlíska. Þó að Kópavogsbær sé næststærsta sveitarfélag landsins hafi bæjarfulltrúar þar aðeins verið í 28% starfshlutfalli. Þetta tryggir að flestir þurfa að vera í fullu starfi annars staðar og sinna bæjarfulltrúastarfinu í hjáverkum.

„Það er mjög þægilegt fyrir ráðríka bæjarstjóra. Og nú á sem sagt að lækka starfshlutfall þeirra enn frekar – sem nemur 10% kjararýrnun en bæjarstýran á ofurlaununum ætlar bara að lækka sín laun um 1,8%! Svo ætlar hún að skoða bílastyrki til að spara enn frekar – en ekki hjá sjálfri sér en bílastyrkurinn sem hún fær er um 2,1 milljón á ársgrundvelli – heldur starfsfólki við liðveislu – fólki sem sinnir fötluðu fólki og eykur lífsgæði þeirra.
You can´t make this shit up.“

Bæjarfulltrúi Pírata, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu Vísis í dag að Ásdís sé að leggja til að lækka laun bæjarfulltrúa en í því felist að hennar laun lækki aðeins um 1,8 prósent þar sem aðeins bæjarfulltrúalaun hennar lækki en hún haldi kjörum sínum sem bæjarstjóri. Ásdís sé með mánaðarlaun í dag upp á rúmlega 2,5 milljónir og við þá fjárhæð bætist fastur bifreiðastyrkur, 176 þúsund á mánuði, og auk þess fær Ásdís greitt fyrir að sitja í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, rúmar 200.000 kr. á mánuði.

Ásdís sagði við Vísi að það væri ekki samanburðarhæft að lækka laun kjörinna fulltrúa og bæjarstjóra um 10 prósent. Bæjarfulltrúar séu í annarri vinnu samhliða bæjarfulltrúastarfi en Ásdís er í fullu starfi sem bæjarstjóri og bæjarfulltrúi.

Kristín Sævarsdóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, tekur undir gagnrýnina á Ásdísi. „Bæjarstjórinn er klók auk þess að vera einræðisherra sem vill reka sveitarfélagið eins og fyrirtæki og hefur lagt sig fram við að minnka lýðræðisleg áhrif kjörinna fulltrúa í nefndum og ráðum bæjarins. Sem betur fer er aðeins rúmt ár til kosninga. Þá getum við skipt um forystu í Kópavogi.“

Minnihlutinn í Kópavogi hefur lagt fram breytingatillögu þar sem lagt er til að Ásdís taki á sig sömu hlutfallslegu launalækkun og hún vill að aðrir taki. Þar með geti Kópavogur sparað 3 milljónir á ári. Eins ætti bærinn að hætta að borga sérstaklega fyrir sjálfsagðar starfsskyldur Ásdísar á borð við setu í stjórnum og nefndum. Þar með megi spara 3 milljónir á ári til viðbótar. Eins megi endurskoða akstursgreiðslur og álagsgreiðslur fyrir formennsku í nefndum og ráðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk