fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Formaður SÍA: Skammtímahugsun getur skemmt fyrir vörumerki til lengri tíma – snýst um sköpunarkraftinn

Eyjan
Laugardaginn 1. mars 2025 10:30

Anna Kristín Kristjánsdóttir, formaður Samtaka íslenskra auglýsingastofa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsingar og miðlun upplýsinga snýst fyrst og fremst um sköpunarkraftinn. Hvert verkefni er einstakt og miðlunarleiðirnar geta verið misjafnar. Hætta er á að fólk dreifi athyglinni of mikið og missi marks þegar kemur að markaðssetningu. Skammtímahugsunin í nútímasamfélagi þar sem árangur verður að nást strax getur komið niður á uppbyggingu vörumerkja til lengri tíma. Anna Kristín Kristjánsdóttir, formaður Samtaka íslenskra auglýsingastofa (SÍA), er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Hér má hlusta á brot úr þættinum:

Anna Kristin Kristjansdottir - 2
play-sharp-fill

Anna Kristin Kristjansdottir - 2

„Við erum samt í grunninn alltaf að gera það sama. Við þurfum að finna innsæið hjá fólki; hvað er það sem hefur áhrif á það hvað þú velur eða hvað þú gerir og vinna út frá því. Þetta getur verið auðvitað að velja mismunandi miðla en þetta snýst og fyrst og fremst um sköpunarkraftinn og að finna leiðinni hvort sem það er með tilfinningatengingu eða einhverju óvæntu, eða hvað það er í hverju verkefni fyrir sig. Miðlunarleiðirnar koma inn vegna þess að það getur farið í gegnum áhrifavalda líka. Áhrifavaldar hafa alltaf verið til í einhverju formi, hverju nafni sem það kallast.“

Maður man bara eftir tóbaksauglýsingunum í Ameríku fyrir einhverjum áratugum þar sem læknar voru að mæla með tilteknum sígarettutegundum.

„Akkúrat. Við erum enn þá með lækna sem mæla með alls konar sem við erum kannski bara ekki búin að dæma óhollt í dag, þannig að í grunninn held ég að við breytumst ekki mikið,“ segir Anna Kristín.

Hún segir nútímamiðlunarleiðir vera gríðarlega margar og gæta verði þess að dreifa ekki athyglinni of víða og missa ekki marks. Það sé kannski stærsta áskorunin í þessu öllu, hvenær fólk átti sig á því að það hafi misst marks. Þó að það sé hægt að mæla allt þá ertu kannski ekki alltaf að mæla réttu hlutina. Svo lifum við í mjög miklu skammtímahugsunarsamfélagi þar sem allt þarf að gerast strax, árangur þarf að nást strax, en á sama tíma þá er ekkert vörumerki sem lifir til lengri tíma ef bara er horft til skemmri tíma.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
Hide picture