fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Eyjan

Starfslið þingflokks Viðreisnar fullmannað

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 27. janúar 2025 18:22

Guðmundur, Katrín, Sigurjón og Pétur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingflokkur Viðreisnar hefur gengið frá ráðningu þriggja nýrra starfsmanna og eru þeir þar með orðnir fjórir talsins. Það eru þau Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri þingflokks, Sigurjón Njarðarson, Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir og Pétur Björgvin Sveinsson. 

Guðmundur Gunnarsson hefur starfað fyrir þingflokkinn frá júní 2024. Þar áður starfaði hann sjálfstætt sem ráðgjafi en var þar áður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá RÚV og Fréttablaðinu. Guðmundur er með BA gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri og MSc gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík. Hann tekur við starfi framkvæmdastjóra þingflokks af Stefaníu Sigurðardóttur, en hún var ráðin sem aðstoðarmaður Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, í ársbyrjun. 

Sigurjón Njarðarson lauk BA gráðu og ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann starfaði síðast hjá Orkustofnun og þar áður hjá Matvælastofnun. Í störfum sínum hefur hann meðal annars sérhæft sig í m.a. verkefnum á sviði stjórnsýslu auðlindanýtingar. Sigurjón hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Viðreisn undanfarin ár m.a. uppstillingu í sveitarstjórnarkosningum og sat í stjórn Reykjavíkurráðs.

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir lauk BSc gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í klínískri sálfræði frá sama skóla. Hún hefur starfað sem sálfræðingur, ráðgjafi og sinnt ýmsum trúnaðarstörfum innan Viðreisnar. Hún er fyrrverandi forseti Uppreisnar, hefur átt sæti í stjórn flokksins og tók sæti sem varaþingmaður á liðnu kjörtímabili. Í þingkosningum 2024 skipaði hún 4. sæti á lista í Reykjavíkurkjördæmi norður og er því 1. varaþingmaður Viðreisnar í því kjördæmi.

Pétur Björgvin Sveinsson hefur síðustu ár starfað við markaðsstörf og verkefnastýringu hjá Bláa Lóninu, KoiKoi vefstofu og sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hann er með BA gráðu í verkefnastjórnun frá KaosPilot skólanum í Árósum. Pétur Björgvin skipaði 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og er því 2. varaþingmaður Viðreisnar í því kjördæmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu