fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Hraðvirkari og ódýrari vefsíður fyrir ferðaþjónustufyrirtæki

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 19:19

Finnur Magnússon, framkvæmdastjóri IceFloe, og Fannar Snær Harðarson, tæknistjóri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið dýrt og flókið að hanna vefsíður fyrir ferðaþjónustufyrirtæki sem tengjast beint við bókunarkerfi. Nýsköpunarfyrirtækið IceFloe hefur hannað lausn á þessum vanda sem er ódýrari og einfaldari í uppsetningu en gengur og gerist.

Fyrirtækið IceFloe hefur starfað í átta ár og boðið aðilum í ferðaþjónustu upp á vefsíðu sem er sérhönnuð fyrir ferðaþjónustu og tengingu við birgðakerfi Bókunar. Fyrirtækið IceFloe er byggt á grunni Getlocal sem hannaði sérhæfða vefsíðu sem seldi dagsferðir til ferðamanna, þar sem hraðinn og einfaldleikinn voru í fyrirrúmi, eins og kemur fram í tilkynningu.

„Við fundum fljótlega fyrir því að sérstaða okkar lausnar nýttist öðrum og því byrjuðum við að bjóða ferðaþjónustufyrirtækjum upp á vefsíður til að hjálpa þeim að selja eigin ferðir á netinu. Þannig varð IceFloe veflausnin til,“ segir Finnur Magnússon, framkvæmdastjóri IceFloe.

Árangurinn almennt mjög góður

Í dag eru fjölmörg íslensk ferðaþjónustufyrirtæki að nýta sér IceFloe lausnina fyrir vefsíður sínar og árangurinn er almennt mjög góður. „IceFloe veflausnin hefur leyst vanda fjölmargra ferðaþjónustufyrirtækja, allt frá stórum rútufyrirtækjum til fjölskyldufyrirtækja sem bjóða upp á skemmtilegar ferðir víðsvegar um Ísland“, segir Finnur. Það sem fyrirtækin eru sérstaklega ánægð með er að stofnkostnaður er enginn, vefsíðan er hraðvirk og viðskiptavinurinn fer aldrei út af síðunni í kaupferlinu. „Það eykur trúverðugleika fyrirtækja og traust í þeirra garð.“

Vefsíðulausn IceFloe er heldur ekki kostnaðarsöm en aðeins er greitt um 1-3% þóknunargjald af hverri sölu.

Hróður IceFloe hefur borist víða og lausnin notið vinsælda bæði á Íslandi og erlendis. ,,Við fáum fjölda fyrirspurna í gegnum www.icefloe.travel en þar getur fólk kynnt sér þá þjónustu sem við bjóðum upp á. Erlendir ferðaþjónustuaðilar eru sífellt að leita að góðum lausnum til að selja sína þjónustu á netinu og við teljum okkur vera með eina þá bestu,“ segir Fannar. Í dag er Ice Floe lausnin í notkun víða um heim m.a. í Evrópu, Ameríku og Afríku ásamt Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist