fbpx
Mánudagur 13.október 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör

Eyjan
Laugardaginn 4. janúar 2025 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmenn dómnefnd, þverskurður af þjóðinni valdi þau sem sköruðu fram úr á árinu:

Sigurvegari ársins er Inga Sæland sem öllum á óvörum er orðin ráðherra.

Duglegasti maður ársins er Arnar Þór Jónsson. Eftir dapurlegar forsetakosningar hélt hann ótrauður í alþingiskosningar með nýstofnaðan stjórnmálaflokk. Árangurinn varð síst betri en hann lét aldrei deigan síga.

Hamskiptakona ársins er Halla Hrund Logadóttir sem breyttist úr orkumálastjóra í forsetaframbjóðanda og þaðan í þingmann. Eftirspurn eftir konunni fór þó hratt minnkandi á árinu.

Þingmaður ársins er ræðukóngurinn Björn Leví sem talaði Pírata út af þingi.

Ofnotaðasti maður ársins er stjórnmálaprófessorinn frá Bifröst, Eiríkur Bergmann. Honum hefur tekist að gera sig ómissandi í allri fjölmiðlaumræðu um ólíkustu efni.

Ofmetnasti álitsgjafi landsins er Henry Alexander Henrysson siðfræðingur sem hefur aflað sér mikilla vinsælda í fjölmiðlum fyrir afdráttarlaus svör. Honum finnst að öllum sem verður einhver fótaskortur á hálu svelli almannasamskipta skuli sagt upp tafarlaust.

Íþróttamaður ársins er hinn geðþekki Albert Guðmundsson sem spilar hverja framlenginguna á fætur annarri í réttarsölum landsins.

Bölsýnasti jarðfræðingur ársins er Þorvaldur Þórðarson sem sér tímamótamarkandi hamfarir í minnstu jarðhræringum. Hann spáir því reglulega að Keflavíkurvegur fari undir hraun og allt orkukerfi landsmanna hrynji.

Plott ársins var fyrirætlan útvarpsstjóra að senda Palestínumann í Eurovision fyrir Íslands hönd og vinna keppnina á samúðaratkvæðum.

Þrjóskasti maður landsins er Ástþór Magnússon sem lagði í enn einar forsetakosningar með sömu niðurstöðu og fyrr.

Starfsmaður ársins er Helgi Magnús hjá embætti ríkissaksóknara.

Vælukjói ársins er Jóhannes Skúlason talsmaður ferðaþjónustu sem grætur reglulega og beisklega í fjölmiðlum yfir meðferð á ferðamönnum.

Dýr ársins er hvalur sem tekst að kljúfa samfélagið í herðar niður á hverju ári.

Sjarmatröll ársins var ísraelski leyniþjónustumaðurinn sem heillaði reykvískan fasteignasala með töfrandi framkomu sinni.

Taparar ársins eru VG sem tókst að þurrka sig út af kortinu vandræðalaust.

Kvíði ársins er drægnikvíði eigenda rafbíla.

Hetjur ársins eru starfsfólk á bráðamóttöku Landspítalans sem hafa staðið vaktina í gegnum þykkt og þunnt og ekki látið svartagallsrausið spilla starfsgleði sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heitirðu Óttar?

Óttar Guðmundsson skrifar: Heitirðu Óttar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Play ýtti á stopp

Nína Richter skrifar: Þegar Play ýtti á stopp
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Séra Friðrik, Friðrik V og Guðríður Þorbjarnardóttir

Björn Jón skrifar: Séra Friðrik, Friðrik V og Guðríður Þorbjarnardóttir
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Frelsi er sumsé fyrir þá heppnu og útvöldu!

Sigmundur Ernir skrifar: Frelsi er sumsé fyrir þá heppnu og útvöldu!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Feimnismál

Óttar Guðmundsson skrifar: Feimnismál
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Lýðræði og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Lýðræði og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum
EyjanFastir pennar
13.09.2025

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli