fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Eyjan

Margrét og Silja Björk til Pipar\TBWA

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 6. september 2024 10:51

Margrét Stefánsdóttir og Silja Björk Ómarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pipar\TBWA auglýsingastofa hefur ráðið Margréti Stefánsdóttur almannatengil og Silju Björk Björnsdóttur, sérfræðing í samfélagsmiðlum í samskipta- og almannatengslateymi stofunnar, sem Lára Zulima Ómarsdóttir leiðir.

Samskipti fyrirtækja og almannatengsl eru mikilvægur þáttur í velgengni fyrirtækja og markmið Pipars\TBWA er að vera meðal þeirra fremstu á þessu sviði. Pipar\TBWA hefur því að undanförnu styrkt alla þætti þjónustunnar meðal annars með ráðningu Unu Baldvinsdóttur í stöðu umsjónarhönnuðar (art director) en hún kemur frá Hér&Nú, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttir, hugmynda- og textasmiðs og Gunnar Ólafsson, grafískan hönnuð. Margrét og Silja Björk koma til með að styrkja stofuna enn frekar viðskiptavinum í hag.

Margrét hefur víðtæka reynslu af fjölmiðlum og almannatengslastörfum. Hún starfaði á árum áður á Stöð 2 og Bylgjunni. Hún hafði umsjón með sjónvarpsþáttum sem sýndir hjá Sjónvarpi Símans. Þættirnir fjalla um heilsu og hamingju kvenna á Íslandi, sem síðar voru tilnefndir til Edduverðlauna. Margrét var um árabil upplýsingafulltrúi Símans og markaðsstjóri Bláa Lónsins og starfaði einnig um nokkurt skeið sem almannatengill hjá GSP World Wide Partners. Hún hafði umsjón með erlendum og innlendum fjölmiðlasamskiptum ráðstefnunnar Arctic Circle þegar ráðstefnan var fyrst haldin hér á landi í Hörpu.

Margrét hélt einnig utan um verkefnið Strákar og hjúkrun fyrir Landspítalann, HÍ og HA.  Þá hefur hún  starfað við markaðs-, kynningar- og vefmál á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og sjálfstætt.  Síðustu misserin hefur Margrét staðið að þróun og framleiðslu á eigin hugmynd í samstarfi við fyrirtækið Plastplan að vöru sem heitir Stafrói. Hún er einnig annar stjórnenda hlaðvarpsins Ekkert rusl. Margrét er með B.ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og diplóma í blaðamennsku frá Háskóla Íslands og hefur sótt námskeið í London Business School um markaðs- og kynningarmál.

Silja Björk hefur undanfarin ár starfað sjálfstætt sem rit- og textahöfundur og séð um samfélagsmiðla fyrir ýmis fyrirtæki og verkefni, m.a. hjá útgáfufélaginu Birtingi, staðið að skipulagningu Psychedelics as Medicine ráðstefnunnar og sem rekstrarstjóri kaffihússins BARR í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þar áður starfaði Silja Björk lengst af sem þjálfari og höfundur fræðsluefnis hjá Te & Kaffi og var þar áður markaðsfulltrúi hjá Sagafilm.

Silja Björk er með BA í kvikmyndafræði og ritlist frá Háskóla Íslands og hefur komið víða við á sínum ferli utan atvinnulífsins, m.a. sem talskona fyrir geðheilbrigði, femínisma og jákvæða líkamsmynd. Silja Björk hefur skrifað og gefið út tvær bækur um geðheilsu; Vatnið, gríman og geltið annars vegar og Lífsbiblían hins vegar.  Hún hefur einnig haldið úti vinsæla feminíska hlaðvarpinu Kona er nefnd, ásamt því að lifa og hrærast á samfélagsmiðlum.

Með ráðningunni styrkir Pipar\TBWA enn frekar þá þjónustu sem stofan býður upp á á sviði samskipta og almannatengsla. Pipar\TBWA vill veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu jafnt á sviði markaðsmála og orðsporsstjórnun fyrirtækja og þar skipta almannatengsl og samskipti sífellt meira máli. Tengsl og samskipti við almenning sem eru faglega unnin byggja á stefnumótun og skipulagningu þar sem í forgrunni þurfa að vera skýr skilaboð um vörumerkið og allt kynningarefni þarf að haldast í hendur og segja sömu sögu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Deilurnar í Pírötum – Halldór Auðar hættur aðeins þremur vikum eftir að hann var kjörinn

Deilurnar í Pírötum – Halldór Auðar hættur aðeins þremur vikum eftir að hann var kjörinn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bergþór Ólason: Ekki hægt að tala um kyrrstöðu því allt hefur færst til verri vegar og ríkisútgjöld sprungið út

Bergþór Ólason: Ekki hægt að tala um kyrrstöðu því allt hefur færst til verri vegar og ríkisútgjöld sprungið út
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Klofningurinn á hægri væng íslenskra stjórnmála

Sigmundur Ernir skrifar: Klofningurinn á hægri væng íslenskra stjórnmála
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bergþór Ólason: Pólitískur ómöguleiki að Svandís verði fagráðherra í ríkisstjórn Bjarna Ben í kosningabaráttu

Bergþór Ólason: Pólitískur ómöguleiki að Svandís verði fagráðherra í ríkisstjórn Bjarna Ben í kosningabaráttu