fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Hlakkar í Sólveigu Önnu – „Ægilegur bömmer fyrir íhaldið. Aumingja Áslaug Arna“

Eyjan
Föstudaginn 27. september 2024 11:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hlakkaði í Sólveigu Önnu Jónsdóttir, formanni Eflingar, þegar hún frétti að verðbólgan hefði lækkað um 0,6 prósentustig frá fyrri mánuði, en vísitala neysluverðs lækkaði um 2,24 prósent milli mánaða.

Samkvæmt Hagstofu Íslands varð lækkunin mest á verði í mötuneytum eða 35,9% sem megi að miklu rekja til þess að máltíðir í grunnskólum eru nú gjaldfrjálsar. Sólveig Anna telur að þessi tíðindi leggist ekki vel í Sjálfstæðismenn sem séu ekkert sérstaklega hrifnir af gjaldfrjálsum máltíðum, þá fáir jafn lítið hrifnir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Áslaug Arna hefur kallað ókeypis skólamáltíðir slæma meðferð á almannafé, enda þurfi fæstir foreldrar á slíkum stuðningi að halda.

Sólveig Anna bendir Áslaugu nú á að það sé ekki óskynsamari meðferð á almannafé en svo að verðbólgan lækkar vegna þess. Hún skrifar á Facebook:

„Ánægjulegar fréttir; hljóta að vera ægilegur bömmer fyrir íhaldið. Aumingja Áslaug Arna og Milton vinur hennar.
„Mest lækk­un var á verði í mötu­neyt­um eða 35,9% og flug­far­gjöld­um til út­landa, sem lækkuðu um 16,5%. Lækk­un í mötu­neyt­um er að miklu leyti kom­in til vegna þess að máltíðir í grunn­skól­um eru nú gjald­frjáls­ar.“

Hádegismaturinn getur semsagt verið ókeypis og með því náð niður verðbólgunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar