fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Lenya Rún kjörin formaður Ungra Pírata

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 23. september 2024 16:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á aðalfundi Ungra Pírata síðastliðinn laugardag, 21. september, var ný stjórn Ungra Pírata kjörin. Varaþingmaðurinn Lenya Rún Taha Karim var kjörin formaður félagsins. Lenya komst í fréttirnar við Alþingiskosningarnar 2021 þegar hún varð yngsti þingmaður Íslandssögunnar en missti sæti sitt við endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi.  

 Aðalfundurinn var haldinn á Bragganum, Nauthólsvík samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Pírata í Kópavogi og Pírata í Suðvesturkjördæmi, eins og segir í tilkynningu.  

Nýja stjórn félagsins skipa: 

Lenya Rún Taha Karim, lögfræðingur og varaþingmaður  

Davíð Sól, leikskólakennari 

Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp 

Gamithra Marga, forritari 

Árni Pétur Árnason, sagnfræðingur 

Aðspurð sagði Lenya Rún um kjörið og komandi vetur: „Það er stór vetur framundan, hvort sem kosningar verði að vori eða hausti til og þá er afskaplega mikilvægt að stefnumálin og kosningastefnur allra flokka taki raunverulega mið af hagsmunum ungs fólks.  

Ungir Píratar munu tryggja að stefnur Pírata taki líka mið af raunveruleika ungs fólks, t.d. hvað varðar húsnæðismarkaðinn, loftslagsbreytingar, námslánakerfi, atvinnuöryggi o.fl. en á sama tíma viljum við einnig skapa vettvang þar sem við tökum vel á móti nýju fólki sem vill taka sín fyrstu skref í stjórnmálum.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum