fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Ætlar ekki í formannsslaginn – „Ég er ekki að hætta í stjórnmálum“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 23. september 2024 18:01

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það hefur verið sannur heiður að leiða Vinstrihreyfinguna – grænt framboð síðan í vor. Ég hef hins vegar tekið þá ákvörðun að bjóða mig ekki fram til formanns að þessu sinni. Ég hef sinnt þessu hlutverki af auðmýkt en tel þessa ákvörðun rétta. Engum treysti ég betur til að leiða hreyfinguna okkar að loknum landsfundi en Svandísi Svavarsdóttur og ég hef greint henni frá þeirri afstöðu minni,“

segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra.

Í færslu á Facebook segist Guðmundur Ingi vera stoltur af mörgu sem VG hefur áorkað undir hans forystu, „sérstaklega fjölmörgum mikilvægum þingmálum sem við kláruðum í vor, eins og breytingum á örorkulífeyriskerfinu, mannréttindastofnun og fjölmörgum kjarasamningstengdum málum sem munu auka jöfnuð og réttlæti í samfélaginu. Það hefur verið sérstaklega gefandi að vinna með félögum í VG í þessu hlutverki á vettvangi stjórnar, þingflokks, flokksráðs, svæðisfélaga og í samtölum við fólk vítt og breitt um landið. Allt fer þetta í reynslubrunninn og þakklætishólfið í hjartanu.“

„Ég er ekki að hætta í stjórnmálum, langt því frá,“ segir Guðmundur Ingi og segist hann munu áfram bjóða fram krafta sína sem varaformaður hreyfingarinnar og oddviti VG í Kraganum. 

„Ég brenn fyrir umhverfismálum, mannréttindum og félagslegum áherslum og vil áfram vinna þeim baráttumálum brautargengi í íslensku samfélagi.

Ég er þakklátur fyrir þau fjölmörgu tækifæri sem ég hef fengið til að hafa áhrif. Allar friðlýsingarnar sem umhverfisráðherra, lögfesting kolefnishlutleysis Íslands og það að skylda fyrirtæki og almenning til að flokka sorp. Og, í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að koma á réttlátara og einfaldara örorkulífeyriskerfi sem snertir fólk um land allt og beðið hefur verið eftir í fjöldamörg ár – og ná í gegn fyrstu landsáætluninni í málefnum fatlaðs fólks. Nú hillir auk þess undir fyrstu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda.“

Guðmundur Ingi segir að fleiri og sterkari raddir þurfi til að tala fyrir náttúrunni, réttindum hinsegin fólks, kvenna, fatlaðs fólks og innflytjenda, og berjast fyrir vinstri gildum þar sem við fáum öll raunverulega að vera með í samfélaginu.

 „Ísland þarf sterka félagshyggjustjórn á næsta kjörtímabili og ég vil taka þátt í að láta það gerast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur