fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Eyjan

200.000 kjósendur skráðu sig í kjölfar kappræðna og stuðningsyfirlýsingar Taylor Swift

Eyjan
Mánudaginn 16. september 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudag í síðustu viku mættust Kamala Harris og Donald Trump í sjónvarpskappræðum. Þetta voru fyrstu kappræður þeirra og líklega þær einu. Skömmu eftir að þeim lauk, birti ofurstjarnan Taylor Swift yfirlýsingu á Instagram þar sem hún lýsti yfir stuðningi við Kamala.

CNN segir að í kjölfar kappræðnanna og yfirlýsingar Swift, hafi rúmlega 370.000 manns heimsótt heimasíðuna vote.org en á henni geta Bandaríkjamenn skráð sig sem kjósendur.

Samkvæmt tölum frá vote.org skiluðu þessar heimsóknir skráningu 200.000 nýrra kjósenda á aðeins 38 klukkustundum. 52.222 skráðu sig sem kjósendur og 144.242 staðfestu fyrri skráningu sína sem kjósendur.

En spurningin er síðan hvort það hafi verið slök frammistaða Trump í kappræðunum sem fékk fólkið til að skrá sig eða hvort það hafi verið góð frammistaða Harris sem fékk það til að skrá sig? Eða var það kannski stuðningsyfirlýsing Swift sem gerði útslagið?

Margir af nýju kjósendunum eru í hinum svokölluðu sveifluríkjum en þar geta örfá atkvæði verið afgerandi fyrir niðurstöður kosninganna í nóvember.

Þetta á til dæmis við í Arizona en þar skráðu 1.187 nýir kjósendur sig og 3.399 staðfestu fyrri skráningu sína. Í þessu samhengi má nefna að í forsetakosningunum 2020 sigraði Joe Biden í ríkinu með 10.457 atkvæða mun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi