fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Eyjan

Jón segir samgöngumál í algjörum ólestri og leggur til úrbætur

Eyjan
Mánudaginn 5. ágúst 2024 14:30

Jón Gunnarsson. Mynd: Ernir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir samgöngumál í miklum ólestri og telur lausnina á vandanum felast í hugmyndum sem hann lagði fram árið 2017. Jón vill að stofnað verið opinbert fyrirtæki utan um rekstur alls vegakerfisins og að veggjöld verði tekin upp.

Þetta kemur fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu. „Það er á ábyrgð rík­is­stjórn­ar og Alþing­is að bregðast við þessu ástandi og verk­efnið þolir enga bið. Ein­hver arðsam­asta fjár­fest­ing sam­fé­lags­ins er fjár­fest­ing í sam­göngu­innviðum. Tíma- og orku­sparnaður er aug­ljós ávinn­ing­ur fyr­ir alla í um­ferðinni. Kostnaður sam­fé­lags­ins vegna hárr­ar slysatíðni er óá­sætt­an­leg­ur. Því verður ekki mætt nema með skil­virk­ara og betra vega­kerfi. Upp­bygg­ing sam­göngu­kerf­is­ins um allt land verður að vera í for­gangi á næstu árum, ef ekki þá blas­ir við al­gjört öngþveiti,“ segir Jón og útlistar með eftifarandi hætti hugmyndir sínar um úrlausnir á vandanum:

„Ég tel rétt að stofna op­in­bert fyr­ir­tæki sem taki yfir upp­bygg­ingu og mögu­lega rekst­ur á stofn­leiðakerf­inu, auk allra jarðganga og val­inna veg­arkafla víða um land. Með sam­bæri­leg­um hætti og Landsnet sér um meg­in­flutn­ings­kerfi raf­orku.

Á þess­um veg­ar­köfl­um þarf að koma upp nú­tíma­gjald­töku­kerfi af um­ferð þar sem þeir sem reglu­lega fara um gjald­töku­hlið myndu greiða hóf­legt gjald. Ein­skipt­is­not­end­ur myndu greiða hærra gjald, en þar verður eðli­lega um ferðamenn að ræða. Þegar þetta var reiknað út 2017 af starfs­hópi sem ég skipaði vegna þessa var gengið út frá um 150 kr. grunn­gjaldi. Til viðmiðunar má rifja upp að ódýr­asta gjald í Hval­fjarðargöng þegar inn­heimtu lauk þar 2018 var 238 kr. Á þeim tíma greiddu ein­skipt­is­greiðend­ur um 37% af heild­ar­gjöld­um sem má heim­færa á það að ferðamenn myndu greiða 35-40% af upp­bygg­ingu vega­kerf­is sem sætti gjald­töku.

Rétt er að halda því til haga að hug­mynd­ir fyrr­ver­andi innviðaráðherra um „sam­vinnu­verk­efni“, þ.e. sam­fjár­mögn­un einkaaðila og rík­is­ins á sam­göngu­fram­kvæmd­um hafa reynst erfiðar í fram­kvæmd, eins og reynsl­an af fjár­mögn­un fram­kvæmda við Horna­fjarðarfljót og Öxi, þar sem þessa leið átti að fara, hafa sýnt. Sú leið verður alltaf óhag­kvæm­ari þar sem ein­staka verk­efni eru und­ir. Með heild­ar­nálg­un á verk­efnið er ljóst að nokkr­ar leiðir verða mjólk­ur­kýr verk­efn­is­ins sem mun gefa miklu meiri mögu­leika á heild­stæðri nálg­un í stór­verk­efn­um hvort sem er í þétt­býli eða dreif­býli.“

Afturhaldsöfl í borgarstjórn

Jón vill gæta hófs í gjaldtöku og selja ríkiseignir á borð við Flugstöð Leifs Eiríkssonar til að fjármagna umbæturnar. Hann segir að breiðari og öruggari vegi þurfi í dreifbýli en í höfuðborginni þurfi að fjölga mislægum gatnamótum og þannig fækka slysum. Jón segir í lok greinar sinnar:

„Að efla og styrkja sam­göngu­kerfið er þjóðhags­lega mjög hag­kvæmt. Það á bæði við í þétt­býli og í dreif­býli. Í dreif­býli snýst þetta um breiðari og ör­ugg­ari vegi og aðskild­ar akst­urs­leiðir þar sem við á. Í þétt­býli má nefna t.d. mis­læg gatna­mót. Slysam­estu gatna­mót lands­ins eru ljós­a­stýrð gatna­mót í höfuðborg­inni. Um­ferðarþyngstu gatna­mót lands­ins eru mis­læg gatna­mót neðan Ártúns­brekku og þar eru slys mjög fátíð. Að setja mis­læg gatna­mót víðar á höfuðborg­ar­svæðinu mun draga mikið úr slys­um og greiða mjög fyr­ir um­ferð. Ekki er líðandi leng­ur að láta aft­ur­haldsöfl í borg­ar­stjórn standa í vegi fyr­ir slík­um fram­förum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ársreikningaskil stjórnmálaflokka í ólestri – Af 150 sem þáðu peninga frá sveitarfélögum eru aðeins 21 rétt skráðir

Ársreikningaskil stjórnmálaflokka í ólestri – Af 150 sem þáðu peninga frá sveitarfélögum eru aðeins 21 rétt skráðir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bæjarstjóri Akureyrar útskýrir óheppilega mynd sem hefur vakið mikla lukku – „Ég var ekki handtekin“

Bæjarstjóri Akureyrar útskýrir óheppilega mynd sem hefur vakið mikla lukku – „Ég var ekki handtekin“