fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Fleiri vilja Ingu í forsætisráðuneytið en Bjarna

Eyjan
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 10:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri könnun sem Prósent vann fyrir hlaðvarpið Bakherbergið vill um fjórðungur þjóðarinnar, eða 24% landsmanna, sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra. Næstur á eftir Kristrúnu er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem 9 prósent landsmanna vilja í forsætisráðuneytið.

Athygli vekur að núverandi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, nær ekki einu sinni þriðja sætinu. Fleiri landsmenn vilja Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, sem forsætisráðherra heldur en vilja sjá Bjarna halda embættinu, en 6 prósent sögðust vilja Ingu á meðan bara 5 prósent nefndu Bjarna. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, vilja 5 prósent sjá sem forsætisráðherra og 4 prósent nefndu Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, 3 prósent vilja Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, 3 prósent nefndu Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, 3 prósent Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata og 2 prósent nefndu Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa Sósíalista. Enginn þingmaður Vinstri Grænna náði prósenti í könnuninni.

Þessar niðurstöður eru í anda könnunar Maskínu um fylgi flokka þar sem Samfylkingin mældist stærst með 25,5 prósent fylgi og Miðflokkurinn næstur með 15,3 prósent fylgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar