fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 8. júlí 2024 10:30

Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknarflokksins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður verkalýðsfélagsins VR, segir að með nýskeðum kaupum Kaupfélags Skagfirðinga á matvælafyrirtækinu Kjarnafæði Norðlenska hafi það raungerst sem VR hafi varað við áður en afurðastöðvar voru undanþegnar samkeppnislögum. Einnig að þingmaður Framsóknarflokksins hafi beinlínis staðfest spillinguna við lagasetninguna.

„Litla spillinga eyjan Ísland. Það tók ekki langan tíma að raungerast það sem við vöruðum við,“ segir Ragnar Þór í færslu á samfélagsmiðlum. „Að afurðastöðvar voru undanþegnar samkeppnislögum með nýsamþykktu lagafrumvarpi. Áhrif á hag neytenda og á verðbólgu gætu reynst almenningi dýrkeypt. Allt í boði spilltra stjórnmála.“

Framsóknarmaður staðfesti spillinguna

Vísar Ragnar Þór í orð Þórarins Inga Péturssonar, formanns atvinnuveganefndar og þingmanns Framsóknarflokksins. Hann hafi staðfest að Finnur Magnússon, lögmaður Samtaka fyrirtækja í landbúnaði og félagar hans á lögmannsstofunni Juris hafi hjálpað atvinnuveganefnd að skrifa frumvarpstextann. Það hafi gerst eftir að Finnur og forsvarsmenn samtakanna hafi átt fund með nefndinni.

„Það er út af fyrir sig athyglisvert að formaður þingnefndar staðfesti þannig opinberlega það sem ekki er hægt að kalla annað en spillingu,“ segir Ragnar Þór. „að lögmenn sérhagsmunasamtaka sem blasir við að hagnast á undanþágunni frá samkeppnislögum, fái að skrifa nýjan lagatexta og öllu samráðs- og umsagnarferlinu, sem málið hafði farið í gegn um, var um leið ýtt til hliðar og öðrum umsagnaraðilum gefið langt nef.“

Standist ekki reglur

Gagnrýni ráðuneytisins hafi síðan sýnt fram á að frumvarpstextinn hafi ekki staðist reglur um vandaða löggjöf, það er að hann hafi ekki hlotið neina rýni eða mat á áhrifum.

„Hin nýju lög eru ólög, eins og samtök okkar hafa ítrekað bent á,“ segir Ragnar Þór.

Bendir Ragnar Þór á að VR, ásamt Neytendasamtökunum og Félagi atvinnurekenda, hafi sent erindi til Katrínar Jakobsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, og beðið um að lögin yrðu tekin til rækilegrar skoðunar. Þau væru skaðleg neytendum, launafólki og verslun í landinu. Meðal annars þyrfti að skoða hvort þau stæðust EES samninginn og stjórnarskrá Íslands. Beinast lægi við að ráðherra ætti að beita sér fyrir því að lögin yrðu felld úr gildi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna