fbpx
Laugardagur 25.október 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Ný-mjór

Eyjan
Laugardaginn 20. júlí 2024 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hluti þjóðarinnar er vel yfir kjörþyngd að mati sérfræðinga. Með aukinni líkamsþyngd hefur framboðið af alls konar megrunarkúrum aukist. Markþjálfar, næringarráðgjafar og læknar prédika fyrir fólki að borða og hreyfa sig rétt til að létta sig. Árangurinn hefur þó ekki verið góður til langframa. Vel heppnaður megrunarkúr endar venjulega á byrjunarreit eftir einhverja mánuði. Lífið einkennist af endurteknum megrunum sem fara í hring eftir hring.

Á síðustu tímum hefur framboð aukist af nýjum og róttækari ráðum. Fjöldi fólks fer í magaermi eða aðrar varanlegar breytingar á meltingarvegi. Mikil sókn er í sykursýkislyf sem minnka matarlyst með tilheyrandi flökurleika og ógleði. Þessar róttæku aðferðir skila betri og hraðari árangri en gömlu kúrarnir.

Svona skyndimegrun hefur skapað ný-mjóa fólkið sem grennist um 10-50 kg á stuttum tíma og ræður sér ekki fyrir fögnuði og stolti. Ný-mjóir láta allan heiminn vita hvað þeir hafa lést mikið og hvernig þeir fóru að. Þeir segja óbeðnir frá flóknum magaaðgerðum og stöðugri ógleði og breyttu mataræði. Ný-mjóir minna á nýfrelsaða Hvítasunnumenn sem fundið hafa lausnina og segja öllum heiminum frá endurfæðingu sinni með sælusvip.

Venjulegu fólki finnst ný-mjóir skelfing leiðinlegir. Þeir tala ekki um annað en sjálfa sig, útlit og mataræði. Facebook er full af „fyrir og eftir“ myndum til að leggja áherslu á breytinguna. Lífið verður afskaplega sjálfmiðað og gengur útá að fá sem flest læk, aðdáun og hvatningarorð. Nýja líkamsímyndin og nýr fatastíll er það eina sem skiptir máli ásamt athugasemdakerfinu á netinu.

Við sem erum enn í ofþyngd óskum ný-mjóum til hamingju með árangurinn. Mestu skiptir að njóta þess að sem lengst vera ný-mjór og baða sig í aðdáun umhverfisins og biðja til æðri máttarvalda að kílóunum fjölgi ekki á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hið íslenska hundaflaut

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hið íslenska hundaflaut
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Næturgestur í Alþingishúsinu

Óttar Guðmundsson skrifar: Næturgestur í Alþingishúsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Þeir sem flæmdu Laxness úr skólunum

Svarthöfði skrifar: Þeir sem flæmdu Laxness úr skólunum
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Skerðu niður sem lengst frá sjálfum þér

Sigmundur Ernir skrifar: Skerðu niður sem lengst frá sjálfum þér
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heitirðu Óttar?

Óttar Guðmundsson skrifar: Heitirðu Óttar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Þykir engum vænt um Stefán Einar og Morgunblaðið?

Svarthöfði skrifar: Þykir engum vænt um Stefán Einar og Morgunblaðið?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Séra Friðrik, Friðrik V og Guðríður Þorbjarnardóttir

Björn Jón skrifar: Séra Friðrik, Friðrik V og Guðríður Þorbjarnardóttir