fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Eftir kosningar

Eyjan
Laugardaginn 8. júní 2024 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mig langaði til að skrifa beiskan en beittan pistil um forsetakosningarnar og óska vinstri menningarelítunni til hamingju með sinn frambjóðanda og sigurvegara. Fátt vekur meiri óvinafögnuð hægri aflanna en að sjá vinstri menn fljúgast á. En svo hætti ég við það, enda tilgangslaust að fjasa yfir kosningaúrslitum.

Næst langaði mig til að skrifa um Real Madrid og meistaradeildina í ár. Mínir menn í Dortmund voru mikið betri en Spánverjarnir en tókst ekki að gera mark. Því fór sem fór og ég sat svekktur og bölvandi við sjónvarpið eftir leikinn. Hinir gulklæddu Þjóðverjar gengu grátandi af velli en spænskar fótboltabullur fögnuðu eins og venjulega.

Oftsinnis hef ég setið niðurbrotinn eftir knattspyrnuleiki þar sem Manchester United hefur unnið eða þýska landsliðið tapað. Lífið hefur kennt mér að sætta mig við orðinn hlut. Þegar dómarinn þeytir flautu sína í síðasta sinn er leiknum lokið.

Ég hlusta aldrei á umræður um úrslit kosninga eða knattspyrnuleikja vegna þess að þær eru algjörlega tilgangslausar. Nýafstaðnar forsetakosningar sýna glögglega hversu mikil gervivísindi stjórnmálafræðin er. Nokkrir álitsgjafar voru fastagestir í öllum fréttum og spjallþáttum um komandi kosningar í 2-3 mánuði. Þegar rýnt er í baksýnisspegilinn blasir við að spár þessara spekinga gengu engan veginn upp fremur en endalausar skoðanakannanir. Gáfulegar umræður þessara manna voru því gjörsamlega tilgangslausar og tímasóun.

Það eina sem skiptir máli eru úrslitin sjálf en ekki endalaust blaður sérfræðinga um væntanlegar eða nýafstaðnar kosningar. Forspárgildi skoðanakannana og álitsgjafa er sambærilegt við stjörnuspár vikublaða sem náðu hvað mestum vinsældum á liðinni öld. Í næstu kosningum ætla ég að setja mig í fjölmiðlabann og nota dýrmætan tímann í eitthvað nytsamlegra en innihaldslaust bull uppblásinna álitsgjafa með fína titla frá skrítnum háskólum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Þessi mjóa og vonda Monica í Friends

Nína Richter skrifar: Þessi mjóa og vonda Monica í Friends
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
EyjanFastir pennar
16.07.2025

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin
EyjanFastir pennar
13.07.2025

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu