fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2024
Eyjan

Brynjar gáttaður og klórar sér í skallanum – Segir þennan flokk einkennast af málflutningi sem virðist „fenginn úr gervigreindarforriti í lakari kantinum“

Eyjan
Þriðjudaginn 4. júní 2024 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, uppgjafarpólitíkus og samfélagsrýnir, segir fylgi Samfylkingarinnar eitt af undrum veraldar en bendir á að það hafi nú gerst áður að flokkar mælist hátt í skoðanakönnunum en svo þegar gengið er til kosninga, þá sé sagan önnur.

Brynjar er þekktur fyrir pistla sína á Facebook þar sem hann greinir stöðuna í stjórnmálum með húmorinn að vopni og gjarnan út frá sínum eigin áherslum til hægri.  Að þessu sinni beinir hann spjótum sínum af niðurstöðu Þjóðarpúls Gallup sem var greint frá í morgun. Þar mældist Sjálfstæðisflokkurinn aðeins með 18 prósent fylgi á meðan Samfylkingin náði nýjum hæðum með 30 prósentum.

„Ég er einn af þeim sem klóra sér í skallanum yfir fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum. Við vitum að skýringin er ekki frammistaða flokksins á þinginu undanfarin misseri hvað þá glæsileg stjórn borgarinnar. Sennilega er þetta bara eitt af undrum veraldar.“

Brynjar segir málflutning Samfylkingarinnar svo farsakenndan að hann hljóti að vera saminn af gervigreind af ódýrari gerðinni.

„Nú er það þekkt að flokkar og menn rjúki upp í skoðanakönnunum en svo þegar á hólminn er komið er áhuginn mjög takmarkaður. Við sáum það gerast hjá fulltrúum Samfylkingarinnar í forsetakosningunum. Maður hefur alltaf á tilfinningunni að allur málflutningur samfylkingarmanna, hvort sem þeir eru í landsmálum, sveitarstjórnarmálum eða forsetaframboði, sé fenginn úr gervigreindarforriti í lakari kantinum. Þess vegna verður málflutningurinn frasakenndur og í dýpri umræðu oftast illskiljanlegur og jafnvel óskiljanlegur. Svo er ég ekki viss um að ungt fólk hafi áhuga á endalausum skattahækkunum svo ríkisvaldið geti stækkað sinn kærleiksríka en kæfandi faðm enn meira.“

Það sé þó eitt merkilegt við Þjóðarpúlsinn. Þar megi merkja að vinstri róttækni sé á undanhaldi. Fylgi Vinstri grænna hafi hrunið og ekki að merkja að fólk hafi þá fært stuðning sinn yfir til Sósíalistaflokksins. Mögulega sé almenningur á Íslandi kominn með nóg af tilraunum vinstri hreyfinga til að grafa undan atvinnulífinu.

„Merkilegast við skoðanakannanirnar er að vinstri róttæknin er á miklu undanhaldi. Fylgishrun Vg færist ekki yfir á Sósíalistaflokkinn. Þessir flokkar hafa nánast ekkert fylgi út fyrir Listaháskólann og nokkra listamenn sem enginn þekkir eða hafa heyrt nefnda á nafn. Almenningur er farinn að átta sig á því að stöðug atlaga að íslensku atvinnulífi, hvort sem er orkuiðnaður, fiskeldi, sjávarútvegur eða ferðaþjónusta mun draga mjög úr tækifærum og nýsköpun og þar með velferð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hjálmtýr gagnrýnir Birgi – Sögurnar hafi þann eina tilgang að auka hatur gegn Palestínumönnum

Hjálmtýr gagnrýnir Birgi – Sögurnar hafi þann eina tilgang að auka hatur gegn Palestínumönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hvalamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Hvalamálið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Logi æpti á Bjarna og sagði hann gera þing og þjóð að athlægi – „Hvað er þessi stjórnarandstaða að reyna“

Logi æpti á Bjarna og sagði hann gera þing og þjóð að athlægi – „Hvað er þessi stjórnarandstaða að reyna“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Nýr flugvöllur gæti kostað 300 til 500 milljarða

Nýr flugvöllur gæti kostað 300 til 500 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hvað segja lögin umdeildu sem Bjarkey segir binda hendur sínar?

Hvað segja lögin umdeildu sem Bjarkey segir binda hendur sínar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er landbúnaður atvinnugrein eða lífsstíll?

Orðið á götunni: Er landbúnaður atvinnugrein eða lífsstíll?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi vill róttækari VG

Guðmundur Ingi vill róttækari VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Leigumarkaður: Leigufélagið Bríet sagt spillingarbæli Framsóknar sem fari verr með leigjendur en Heimavellir

Leigumarkaður: Leigufélagið Bríet sagt spillingarbæli Framsóknar sem fari verr með leigjendur en Heimavellir