fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Trump með snjallan skattaleik fyrir bandarísku millistéttina – Tryggir þetta honum sigur í kosningunum?

Eyjan
Föstudaginn 21. júní 2024 04:04

Donald Trump Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump setti nýlega fram snjalla hugmynd fyrir bandarísku millistéttina og fer hún eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla. Sumir velta fyrir sér hvort þessi tillaga geti verið það sem til þarf, til að tryggja Trump sigur í forsetakosningunum.

Ef þú hefur farið til Bandaríkjanna þá kannast þú eflaust við þá venju að það er ætlast til þjórfé sé gefið fyrir veitta þjónustu. Og ekki er ólíklegt að þú hafi pirrað þig á þessari venju. En þetta er svo inngróið í veitingastaða- og barmenninguna að það er engin leið að leggja þetta af.

En nýlega setti Trump fram tillögu, sem hefur hlotið góðan hljómgrunn, um þessa áratugagömlu venju.

Tillagan snýst um þessi tæpu 20% sem fólk bætir oftast við reikninginn þegar gert er upp á veitingastöðum, börum, hótelum, hárgreiðslustofum og víðar.

Á kosningafundi í Detroit varpaði Trump fram þeirri hugmynd að leggja alla skatta á þjórfé af. „Ég vil afnema skatta á þjórfé starfsfólks í veitingahúsageiranum, farandverkamanna og allra þeirra sem eru háðir þjórfé. Ekki fleiri skatta á þjórfé,“ sagði hann.

Í kjölfarið fór hugmyndin á mikið flug á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu „#no-tax-in-tips“ eða „enga skatta á þjórfé“.

Bandaríkjamenn hafa fundið vel fyrir hárri verðbólgu á síðustu misserum, til dæmis hefur matvara hækkað í verði. Verðbólgan hefur þó farið lækkandi síðustu mánuði en húsaleiga hefur ekki fylgt þeirri þróun og er að sliga marga.

Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður, segir að þegar staðan sé svona sé snjall leikur að beina athyglinni að þjórfé þeirra milljóna Bandaríkjamanna sem lifa á því. Í samtali við Fox News sagðist hann telja að Trump hafi rétt fyrir sér að það sé einfaldara og réttlátara að undanskilja þjórfé frá tekjuskatti alríkisins. „Ég held raunar að bara þetta geti tryggt Trump sigurinn í Nevada,“ sagði hann.

Það sama hafa margir stjórnmálaskýrendur sagt síðustu daga. Einn þeirra, Julie Banderas sem er þáttastjórnandi hjá Fox News, sagði nýlega að tillagan sé pólitískt snilldarverk: „Fólk sem starfar á hárgreiðslustofum, það lifir á þjórfé. Það er þaðan sem það fær peninga og af hverju ætti maður að vilja eyðileggja þetta fyrir bandarísku millistéttinni? Það er jú millistéttin sem kýs þig.“ Þar vísaði hún til þess að árum saman hafa Demókratar og Repúblikanar barist um hylli millistéttarinnar þegar kosið er.

Trump fylgdi tillögunni síðan eftir með því að biðja þekkt fólk um að birta myndir á samfélagsmiðlum af kvittunum með því þjórfé sem það gaf.

Margir brugðust hratt við þessu. Til dæmis birti tónlistarmaðurinn Kid Rock mynd af kvittun frá einum veitingastaða Jeff Ruby‘s þar sem sést að hann gaf 400 dollara í þjórfé. Á kvittunina skrifaði hann: „Atkvæði greitt Trump, er atkvæði fyrir skattlaust þjórfé.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna