fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Eyjan

Dagur ekki sáttur með fréttaflutning – „Einstakur óþarfi af Hildi Björnsdóttur og Mogganum“

Eyjan
Föstudaginn 21. júní 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, gefur ekkert fyrir ásakanir um að hann sé á tvöföldum launum líkt og gefið er til kynna í frétt Morgunblaðsins í dag. Þar er vakin athygli á því að aldrei var gerður ráðningarsamningur við Dag í stóli borgarstjóra og rætt við borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Hildi Björnsdóttur, sem sagði það hafa komið sér í opna skjöldu er auka þurfti við fjárhagsáætlun borgarinnar um 25 milljónir út af borgarstjóraskiptunum.

Hildur segir þessar tölur ekki stemma við fullyrðingar meirihlutans um að borgarstjóraskiptin myndu aðeins kosta mismun á borgarstjóralaunum Dags og þeim launum sem hann fær sem formaður borgarráðs.

„Ef í ljós kemur að Dagur hefur fengið full borgarstjóralaun greidd, ofan á laun formanns borgarráðs, lít ég það mjög alvarlegum augum. Ekki síst þar sem málið kom aldrei til kynningar í borgarráði og var laumað í gegnum borgarstjórn í gagnapakka sem ekki var sérstaklega til umræðu né kynningar.“

Dagur segir það bæði óþarfi af Hildi sem og Morgunblaði að gefa til kynna að hann sé að þiggja tvöföld laun. Réttara væri að segja að hann sé að vinna frítt sem formaður borgarráðs á biðlaunatíma, sem hljóti að vera hið besta mál.

Dagur segir á Facebook: „Alveg finnst mér einstakur óþarfi af Hildi Björnsdóttur og Mogganum að gefa til kynna að ég sé á tvöföldum launum þann tíma sem ég er á biðlaunum sem borgarstjóri. Það er í raun réttara að segja að ég vinni frítt sem formaður borgarráðs á biðlaunatímanum, sem er bara hið besta mál. Fyrir nú utan hvað mörg biðlaun hafa sparast með því að skipta ekki sífellt um borgarstjóra þau tíu ár sem ég var í embætti…“

Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem meirihlutinn er sakaður um laumuspil í þeim gögnum sem borgarfulltrúar fá til kynningar. Fyrst var það svokallað bensínstöðvalóðamál sem minnihlutinn hefur harðlega gagnrýnt undanfarið og setti allt á hliðina hjá Ríkisútvarpinu. Dagur vísaði til þess að minnihlutinn hafi á sínum tíma fengið öll gögn til kynningar en var þá sakaður á móti um að hafa laumað gögnunum í gegn í skjóli sumarleyfis borgarstjórnar. Að þessu sinni sakar Hildur hann um að hafa laumað gagnapakka í gegn með því að senda minnihlutanum gögnin, en fjalla ekki um þau sérstaklega.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“