fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Hafa þau enga sómakennd?

Eyjan
Fimmtudaginn 9. maí 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í aðdraganda forsetakosninganna fyrir átta árum gerðist minnisstæður atburður þegar Davíð Oddsson, forsetaframbjóðandi, reyndi að sverta Guðna Th. Jóhannesson í viðræðuþætti í sjónvarpi með ósanngjörnum ávirðingum sem áttu að koma höggi á Guðna sem hafði yfirburði í öllum skoðanakönnunum og vann svo sigur í kosningunum eins og kunnugt er. Guðni lét sér fátt um finnast og lét ávirðingarnar ekki slá sig út af laginu en sagði einungis: „Davíð, hefur þú enga sómakennd?“

Við þetta var gamla stríðsmanni stjórnmálanna brugðið og honum varð svara vant. Guðni var kjörinn forseti með nokkrum yfirburðum en Davíð galt afhroð, lenti í fjórða sæti og hlaut 13 prósent atkvæða. Kjósendur vildu ekki fá fyrrum stjórnmálamann á Bessastaði, ekki frekar en núna ef marka má skoðanakannanir.

Davið er enn þá ritstjóri Morgunblaðsins sem hefur ekki farið dult með stuðning sinn í komandi forsetakosningum við fyrrum forsætisráðherra og leiðtoga sósíalista, Katrínu Jakobsdóttur. Orðið á götunni er að meintur stuðningur birtist  í því að starfsmaður blaðsins, Stefán Einar Stefánsson, hefur fengið lausan tauminn og ráðist að þeim frambjóðendum sem líklegir þykja til að geta komið í veg fyrir að frambjóðandi Morgunblaðsins, fyrrum formaður sósíalistanna, verði kjörinn. Stefán hefur í viðtalsþáttum og umfjöllunum ráðist að Baldri Þórhallssyni vegna kynhneigðar hans, en hugsunarháttur af því tagi er aftan úr fornöld og haldið var að hann ætti ekki upp á pallborðið á tuttugustu og fyrstu öldinni.

Þá hefur hann ítrekað reynt að gera samstarfsmenn Höllu Hrundar Logadóttur tortryggilega en sumir þeirra hafa sinnt verktakaverkefnum hjá Orkumálastofnun á síðustu 18 mánuðum. Halla Hrund stýrir þeirri stofnun en er í leyfi meðan á kosningabaráttunni stendur. Þá hittist svo á að ráðherra hefur skipað staðgengil fyrir hana í nokkrar vikur sem er eiginkona Stefáns Einars. Orðið á götunni er að hún hafi gramsað í bókhaldi stofnunarinnar í von um að finna eitthvað misjafnt sem mætti leka til Morgunblaðsins og eiginmannsins, Stefáns Einars. Öllum ávirðingum hefur verið svarað með rökum. Hitt er svo annað mál að framganga Söru Lindar Guðbergsdóttur í þessu máli er ekkert annað en hneyksli sem ætlast verður til að ráðherra láti til sín taka og grípi í taumana vilji hann ekki sjálfur sitja uppi með skömmina.

Stefán Einar Stefánsson hefur fengið gagnrýni úr mörgum áttum vegna óboðlegrar framgöngu sinnar. Orðið á götunni er að hann hafi brugðist við gagnrýni af hroka og miklum hortugheitum og meðal annars talað um að hann muni keyra yfir andstæðingana á skriðdreka á næstunni. Það er vitanlega hámark barnaskapar að halda að honum takist að hræða einhvern með því. Hann er sjálfum sér verstur með framkomu af þessu tagi því að enginn þarf að óttast Stefán Einar og bjánalegar hótanir hans.

Orðið á götunni er að þeir einu sem þurfi að hafa áhyggjur af framgöngu starfsmanna Morgunblaðsins séu forsvarsmenn og eigendur Morgunblaðsins því að þessi vinnubrögð rýra álit fólks á miðlinum sem starfað hefur á Íslandi í meira en hundrað ár og talið sig vera í fremstu röð. Þá er nokkuð ljóst að Katrín Jakobsdóttir græðir ekki á þessari framkomu þótt hún sé ætluð henni til framdráttar. Hún virðist láta þetta ganga fram átölulaust – rétt eins og ritstjóri Morgunblaðsins og eigendur Árvakurs sem ráða því sem þeir vilja ráða úr hásæti sínu í Vestmannaeyjum.

Spyrja má: Ætli þetta fólk hafi enga sómakennd?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn