fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Eyjan

Halla Hrund birtir kvittun fyrir áskriftinni og biður Bjarka afsökunar á mannlegum mistökum

Eyjan
Þriðjudaginn 28. maí 2024 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosningateymi Höllu Hrundar Logadóttur hefur beðið kvikmyndagerðarmann afsökunar á mistökum sem urðu til þess að myndefni hans var notað í kynningarefni framboðsins án þess að tilskilið leyfi væri fyrir hendi. Um mannleg mistök sé að ræða þar sem gleymdist að haka í sérstakan reit fyrir leyfi í myndabanka. Þetta kemur fram í frétt Vísis þar sem jafnframt má finna kvittun sem staðfestir að framboðið hafi vissulega haft áskrift að téðum myndabanka.

Það var í gær sem mbl.is birti frétt um að myndefni kvikmyndagerðarmannsins Bjarka Jóhannsson hafi verið notað í kynningarmyndbandi Höllu sem var sýnd á RÚV. Bjarki vakti athygli á því að hann hafi ekki fengið greitt fyrir notkun myndefnisins og það væri notað í leyfisleysi. Á síðasta ári hafi Orkustofnun notað myndefnið með fullu leyfi og borgað fyrir, en það þýði ekki að Höllu sé frjálst að nota myndefnið eins og henni sýnist í persónulegu forsetaframboði sínu. Halla Hrund er orkumálastjóri og er sem stendur í launalausu leyfi.

Framboð Höllu svaraði fréttinni og vísaði til þess að myndefnið komi frá alþjóðlegum myndabanka og samkvæmt skilmálum myndabankans, Envato Elements, má nota myndefni þaðan í sjónvarpi.

Bjarki benti á að hann hafi engar kvittanir fengið frá kosningateymi Höllu og skoraði á framboðið að framvísa slíku, ef leyfi hafi sannanlega verið fyrir hendi. Nú hefur þessi kvittun verið lögð fram sem sýnir að framboðið greiddi í apríl fyrir áskrift að myndabankanum. Hins vegar er Bjarki beðinn afsökunar á því að fyrir mannleg mistök hafi klippara í heiminu láðst að haka í sérstakan reit fyrir leyfi. Þetta hefur nú verið leiðrétt og nýtt leyfi sótt. Bjarki var beðinn innilegrar afsökunar á mistökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Skafti ráðinn forstöðumaður erlendra viðskipta hjá Póstinum

Jón Skafti ráðinn forstöðumaður erlendra viðskipta hjá Póstinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: „Þorðu að vera þjóðrækinn“

Björn Jón skrifar: „Þorðu að vera þjóðrækinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er ekki bara komið nóg af Framsókn?

Orðið á götunni: Er ekki bara komið nóg af Framsókn?