fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Eyjan

Trump gat greitt trygginguna í gær – Nýbirt skjal veldur honum vandræðum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 08:00

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrum forseti Bandaríkjanna, reiddi í gær fram tryggingu upp á 175 milljónir dollara til dómstóls í New York. Þetta gerðist eftir mjög dramatíska viku þar sem óljóst var hvort Trump gæti greitt trygginguna en hana þarf hann að greiða vegna dóms dómstóls á Manhattan í New York um að hann skuli greiða sekt upp á tæpan hálfan milljarð dollara fyrir að hafa ýkt verðmæti eigna sinna til að geta fengið hærri lán út á þær en hann hefði annars getað.

Áfrýjunarréttur lækkaði upphæðina niður í 175 milljónir dollara í síðustu viku og veitti Trump tíu daga frest til að greiða upphæðina en hann átti í erfiðleikum með að verða sér úti um fé til að greiða hana og engin fyrirtæki vildu gangast í ábyrgð fyrir tryggingunni. En í gær tókst honum að losa sig úr þessum vanda, í bili að minnsta kosti.

Ef hann hefði ekki greitt trygginguna hefði saksóknari í New York getað lagt hald á eignir hans. En nú sleppur Trump við þá niðurlægingu, að sinni að minnsta kosti. Hann mun áfrýja niðurstöðu dómstólsins á Manhattan en til að geta áfrýjað henni varð hann að reiða trygginguna fram.

Fréttin um greiðslu tryggingarinnar kemur á afgerandi tímapunkti fyrir Trump. Í gær lækkaði verð hlutabréfa í samfélagsmiðlafyrirtæki hans, Trump Media & Technology Group, um rúmlega 20% en fyrirtækið var skráð á markað í síðustu viku. Í heildina lækkaði markaðsverðmæti fyrirtækisins um 2 milljarða dollara. Verðmæti meirihlutaeignar Trump í fyrirtækinu lækkaði niður í 3,7 milljarða dollara en var rúmlega 6 milljarðar dollara í síðustu viku.

Ástæðan fyrir lækkuninni er nýbirt skjal frá endurskoðunarfyrirtækinu BF Borgers CPA PC. Í því varar fyrirtækið við því að Trump Media & Technology Group, sem rekur samfélagsmiðilinn Truth Social, sé rekið með umtalsverðu rekstrartapi sem geri að verkum að „efast megi um rekstrarhæfi þess“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi