fbpx
Sunnudagur 04.janúar 2026
Eyjan

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

Eyjan
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 09:00

Kari Lake og Donald Trump. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mánuðirnir, sem eftir eru fram að forsetakosningunum í Bandaríkjunum, verða svo „klikkaðir“ og „ákafir“ að venjulegir Bandaríkjamenn ættu að fá sér hálfsjálfvirk skotvopn.

Þetta sagði Kari Lake, áhrifamikill Repúblikani og náinn bandamaður Donald Trump, á kosningafundi í Arizona.

„Við ættum að spenna öryggisbeltin og setja öryggishjálma á okkur. Við ættum að fara í brynju guðs og kannski vopnast með Glock (hálfsjálfvirk skammbyssa, innsk. blaðamanns) í öryggisskyni,“ sagði hún þegar hún ávarpaði fundargesti og bætti við: „Svona getum við bjargað landinu okkar.“ NBC News skýrir frá þessu.

Fundargestir fögnuðu þessum ummælum hennar mjög og var hávaðinn slíkur að hún varð að gera hlé á máli sínu.

Lake, sem er fyrrum sjónvarpskona, hefur stundum verið kölluð „Trump á háum hælum“ og hefur verið nefnd til sögunnar sem hugsanlegt varaforsetaefni hans fyrir forsetakosningarnar í nóvember.

Hún dró ekki af sér við að lofsama Trump á fundinum í gær og sagði hann meðal annars vera „frábæran mann“ sem hafi helgað Bandaríkjunum líf sitt.

Lake starfaði hjá sjónvarpsstöðinni KSAZ-tv í rúmlega 20 ár en stöðin er í eigu Fox.

Hún skellti sér síðan í stjórnmál og er meðal þeirra sem taka undir síendurteknar lygar Trump um að rangt hafi verið haft við í forsetakosningunum 2020.

Hún sóttist eftir embætti ríkisstjóra í Arizona 2022 og útlitið var lengi vel bjart miðað við skoðanakannanir því hún var með gott forskot á Katie Hobbs, frambjóðanda Demókrata. En Lake tapaði og nú sækist hún eftir þingsæti á ríkisþinginu í Arizona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðrún Karls Helgudóttir: Þegar á reynir leitar fólk til Kirkjunnar

Guðrún Karls Helgudóttir: Þegar á reynir leitar fólk til Kirkjunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Gylfi Magnússon: Eini raunhæfi kosturinn er innganga í ESB og upptaka evru

Gylfi Magnússon: Eini raunhæfi kosturinn er innganga í ESB og upptaka evru
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala