fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Eyjan
Föstudaginn 12. apríl 2024 19:30

Bjarni Benediktsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þá þrjá sólarhringa sem undirskriftasöfnun gegn forsætisráðherratíð Bjarna Benediktssonar hefur staðið hafa um 39 þúsund manns haft fyrir því að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum og sett nafn sitt á listann.

Það eru um níu þúsund fleiri einstaklingar en skrifuðu undir sambærilegan lista árið 2016 gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, í kjölfar umfjöllunar um Panamaskjölin. Hann sagði af sér.

Það eru einnig álíka margir og skrifuðu sig á lista gegn fjölmiðlafrumvarpinu árið 2004. Það var dregið til baka og sett í tætarann.

Enn fjölgar á listanum gegn Bjarna og þegar þessi orð eru skrifuð er undirskriftasöfnunin í sextánda sæti yfir fjölmennustu undirskriftasafnanir sögunnar. Af þessu tilefni hefur hann sagt  það hluta af eðlilegri framkvæmd lýðræðis að ekki séu allir á sömu skoðun.

Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar til að mark verði á þeim takandi?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
Eyjan
Fyrir 1 viku

María Mjöll afhenti Macron trúnaðarbréf sitt

María Mjöll afhenti Macron trúnaðarbréf sitt