fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 12:39

Björn Bjarnason (mynd/Hanna/DV) og Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins og Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor emeritus við Háskóla Íslands, sem eins og alþjóð veit er vel tengdur inn í flokkinn, hafa lýst yfir andúð sinni á undirskriftalista á Ísland.is þar sem því er lýst yfir að Bjarni Benediktsson hafi ekki stuðning, þeirra sem skrifa undir, sem forsætisráðherra. Þegar þessi orð eru rituð hafa tæplega 32.000 manns skrifað undir listann. Segir Björn í pistli á heimasíðu sinni um stafrænt stríð að ræða.

„Verði Ísland.is að opinberri skilaboðaskjóðu fyrir nafnlausa einstaklinga sem vilja grafa undan stjórnarskrárbundum kosningum og lýðræðisreglum er illt í efni,“ skrifar Björn.

Björn segir það undarlegt að hægt sé að nota vefsíðuna með þessum hætti:

„Það er eitthvað skrýtið sé unnt að nota vefsíðuna Ísland.is til að efna til mótmæla gegn forsætisráðherra landsins af pólitískum andstæðingum hans. Söfnun undirskrifta þar gegn ráðherranum er sögð á ábyrgð konu sem líklega tengist Samfylkingunni, sé nafn hennar rétt. Fjölmiðlar keppast í blindni við að segja frá því hve duglegt fólk er að rita undir mótmælin. Sé farið inn á síðuna virðist stór hluti þeirra, sem fylla töluna sem fjölmiðlar birta, nafnlausir eins og um leynilega atkvæðagreiðslu sé að ræða.“

Skráður ábyrgðarmaður undirskriftalistans er Eva Lín Vilhjálmsdóttir. Aðeins ein kona með þessu nafni er skráð í Þjóðskrá. Hún getur ekki neinna stjórnmálastarfa í ferilskrá á heimasíðu sinni en í frétt Fjarðarfrétta frá 2016 er þess getið að Eva Lín hafi þá tekið sæti varabæjarfulltrúa fyrir Samfylkinguna í Hafnarfirði og um leið tekið sæti sem aðalmaður í skipulags- og byggingarráði. Síðan þá hafa hins vegar farið fram tvennar sveitarstjórnarkosningar og er Eva Lín ekki lengur meðal bæjarfulltrúa eða varabæjarfulltrúa í Hafnarfirði, samkvæmt heimasíðu bæjarins.

Eigi Ísland.is að koma í stað kosninga?

Björn gerir frekari athugasemdir við að hægt sé að nýta Ísland.is með þessum hætti:

„Sé það tilgangur þjónustugáttar Ísland.is að koma í stað kosninga eða atkvæðagreiðslna með því að í skjóli nafnleyndar geti menn sagt skoðun sína á mönnum og málefnum ætti það að koma fram á síðunni ásamt reglum sem um þessa þjónustu hennar gilda.“

Hann vísar einnig í vaxandi hættu af stafrænum árásum í netheimum en færir ekki rök fyrir því hvernig líta megi á slíka undirskriftalista sem lið í stafrænum árásum en slíkar árásir hafa á síðari árum ekki síst verið gerðar í glæpsamlegum tilgangi eða til að gera atlögu að öryggi tiltekinna ríkja:

„Opinberir aðilar um heim allan gera ráðstafanir til að forða borgurum sínum frá fjölþátta stafrænum árásum í netheimum. Hér hefur verið efnt til opinberra ráðstefna um þessa hættu og hve viðkvæm lýðræðisleg samfélög séu að þessu leyti. Hvergi dytti ritstjórn nokkurrar opinberrar þjónustusíðu í hug að heimila þá notkun á þjónustugátt sinni sem birtist nú á Ísland.is. Opni opinberir aðilar gáttina fyrir einum hópi mótmælenda verða þeir að hafa hana opna fyrir alla.“

Hannes Hólmsteinn er stuttorðari og ekki jafn mikið niðri fyrir í gagnrýni sinni á listann í færslu á Facebook-síðu sinni sem samanstendur af eftirfarandi vísu:

Taktu ekki níðróginn nærri þér.
Það næsta gömul er saga,
að lakasti gróðurinn ekki það er,
sem ormarnir helst vilja naga.

Hannes segir í athugasemd við færsluna að vísan sé oft kennd nafna hans Hafstein en hann hafi þýtt hana úr þýsku og vísan sé eftir Gottfried August Bürger.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður