fbpx
Laugardagur 25.maí 2024
Eyjan

Svanhildur Konráðsdóttir: Harpa ekki musteri með háa þröskulda – skemmtilegast þegar fólk kemur í fyrsta sinn í húsið

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 10. apríl 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Hörpu mætast heimssviðið og heimavöllurinn, íslenska grasrótin, og hefur húsið m.a. verið tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir tónleikaröðina Upprásina. Seinna í mánuðinum kemur ein besta sinfóníuhljómsveit í Evrópu, ásamt píanóleikararnum Hélène Grimoud, og heldur tónleika í Hörpu en hljómsveitin er á leið til Bandaríkjanna þar sem hún heldur m.a. tónleika í Carnegie Hall í New York. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir samt skemmtilegast þegar fólk kemur í fyrsta skipti í Hörpu. Barnastarfið sé mikilvægt og Harpa sé ekki musteri með háa þröskulda. Svanhildur er gestur Ólafs Arnarsonar í Markaðnum á Eyjunni.

Markadurinn - Svanhildur Konradsdottir - 6.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Svanhildur Konradsdottir - 6.mp4

„Eitthvað það skemmtilegasta sem ég upplifi, og ég er hér, eins og þú getur ímyndað þér, mjög mikið hérna á tónleikum, og er hér frá morgni til kvölds flesta daga – en það skemmtilegasta er þegar ég sé það og heyri það alveg glögglega að fólk er að koma í húsið í fyrsta sinn. Mér finnst það alveg frábært. Þarna er kominn einhver nýr einstaklingur sem er að uppgötva Hörpu, hvort sem það er barn eða önnur manneskja,“ segir Svanhildur.

Hún segir áherslu lagða á að sinna börnum í Hörpu. Barnastarf á vegum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sé til fyrirmyndar, auk þess sem sívaxandi starf sé á vegum Hörpu sem sé ókeypis fyrir börn og fjölskyldur. „Það er svo mikilvægt að börn uppgötvi Hörpu og finni að þetta er húsið þeirra, þetta er ekkert musteri, hér eru ekki háir þröskuldar og þú þarft ekki að vera dressaður upp eða uppskrúfaður til að koma hér á tónleika eða viðburði, eða á matarmarkað, eða kíkja á skákina, bókamessuna, hvað það er. Þetta er þetta samkomuhús og það að vera í eigu þjóðarinnar er, maður tekur það bara mjög alvarlega.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Svanhildur segir að passa þurfi upp á að húsið sé og verði þetta opna demókratíska hús, þetta borgartorg sem fólk geti komið saman á. „Mér þykir vænt um það líka þegar fólk kemur hingað að taka fermingarmyndir þó að fermingin hafi ekki verið hér. Hér er skírt og fermt og gift og svo eru erfidrykkjur, það eru meira að segja útfarir héðan. Það hefur nú verið sagt, bæði í gamni og alvöru, að við ættum að skrá okkur sem trúfélag – mér er sagt að slík hús greiði ekki fasteignagjöld, sem dæmi,“ segir Svanhildur og skellir upp úr.

Hún segir mjög fjölbreyttan hóp fólks koma í Hörpu. Húsið sjálft haldi ekki nema örfáa valda tónleika, þ.e. miðasöluviðburði á ári hverju. „Við reynum þá að velja viðburði sem enginn annar myndi standa fyrir, sem t.d. styðja við, eða spretta upp úr þessu heimssviði sem Harpa er. Núna, 20. apríl þá eru við að taka á móti einni bestu sinfóníuhljómsveit í Evrópu með algerum stjörnum, bæði stjórnanda og einleikara, píanistanum Hélène Grimoud. Hún er að koma hingað á leiðinni vestur um haf og er að fara að spila í Carnegie Hall, þetta er mjög flott prógramm. Þetta er eitthvað sem enginn annar myndi gera.“

Svanhildur Hörpu vera að vinna með Listahátíð að mjög spennandi hlutum núna í vor, auk þess sem verið sé að sinna grasrótinni, Harpa var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir tónleikaröð sem heitir Upprásin. „Það er alveg hin hliðin á dagskrárstefnunni. Annars vegar er það heimssviðið og svo er það heimavöllurinn og grasrótin. Við erum að reyna að fá þetta unga, ferska tónlistarfólk, sem er að stíga fyrstu skrefin. Þetta er ekki alveg Músíktilraunir heldur svona það næsta fyrir ofan. Þau fá að koma fram í Kaldalóni. Við erum þarna í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík og Rás 2 um að þau fái frábæra kynningu. Það er selt inn og við tryggjum þeim ákveðnar tekjur og þetta er núna mánaðarlega, þrjú bönd sem koma fram, og við fengum tilnefningu sem tónlistarviðburður ársins sem var mikil hvatning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Arnar Þór Jónsson – Við erum ekki sama krúttsamfélag og 1980

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Arnar Þór Jónsson – Við erum ekki sama krúttsamfélag og 1980
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Spurningarnar sem ekki komu

Orðið á götunni: Spurningarnar sem ekki komu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Hefja þarf nám í dönsku mun fyrr

Björn Jón skrifar: Hefja þarf nám í dönsku mun fyrr
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína segist ekki vera að leggja Katrínu í einelti

Steinunn Ólína segist ekki vera að leggja Katrínu í einelti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Byggðabót sem bragur er að

Sigmundur Ernir skrifar: Byggðabót sem bragur er að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Gangi Alþingi fram af þjóðinni skal forseti tafarlaust vísa málinu til þjóðarinnar

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Gangi Alþingi fram af þjóðinni skal forseti tafarlaust vísa málinu til þjóðarinnar
Hide picture