fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

Varaþingmaður vill að dauðvona fólk fái að deyja á eigin forsendum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 7. mars 2024 13:30

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í aðsendri grein á Vísi í morgun gerir Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir varaþingmaður Viðreisnar nánari grein fyrir frumvarpi um dánaraðstoð sem hún hefur lagt fram á Alþingi. Hún segir að frelsið eigi að ráða för og þess vegna eigi sjúklingar að eiga rétt á að deyja á eigin forsendum.

Hún segir það augljóslega ekki virka að banna það sem sé hættulegt og leyfa það sem er öruggt:

„En ef bannstefnan virkar, hvers vegna deyja þá margir tugir einstaklinga á ári, fyrir aldur fram, vegna vímuefnaneyslu? Þvert á móti hef ég hitt marga notendur vímuefna sem óttast að leita sér aðstoðar einmitt vegna þess að neysla er bönnuð. Bannstefnan veldur meiri skaða en bótum.“

Fólk verði að fá að taka ábyrgð á sjálfu sér

Hún segir frelsi undirstöðu samfélagsins. Það sé skaðaminnkandi og einfaldi líf fólks. Alþingismenn verði að treysta fólki til að taka ákvarðanir um eigið líf og bera ábyrgð á því.

Þingmenn verði að þora að halda frelsinu á lofti. Þess vegna hafi hún lagt frumvarpið fram. Dánaraðstoð sé bæði frelsis- og mannúðarmál. Katrín lýsir meginatriðum frumvarpsins þannig:

„Í frumvarpinu er lagt til að sjúklingur sem óskar eftir dánaraðstoð skal vera lögráða og sjálfráða, þannig á sig kominn andlega að vera fær um að taka ákvörðun um að óska dánaraðstoðar, með ólæknandi sjúkdóm og upplifir ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu.“

Hún segir að enginn læknir verði neyddur til að taka þátt í dánaraðstoð stríði það gegn hans sannfæringu. Heilbrigðisstarfsfólk sé hins vegar orðið mun jákvæðara en áður í garð dánaraðstoðar. Í skýrslu heilbrigðisráðuneytisins frá því í fyrra komi fram að meirihluti lækna og mikill meirihluti hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sé hlynntur því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi.

Katrín ítrekar að lokum mikilvægi málsins:

„Það er mikilvægt að við fáum að lokum að kveðja á eigin forsendum og því tel ég nauðsynlegt að frumvarpið fái fram að ganga.“

Grein Katrínar er hægt að lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna