fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Fengu Premier Partner viðurkenninguna frá Google

Eyjan
Þriðjudaginn 5. mars 2024 11:31

Andreas Aðalsteinsson og Sigurður Svansson hjá Sahara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stafrænu markaðsstofurnar Sahara og Svartigaldur hafa báðar hlotið Premier Partner viðurkenninguna frá Google árið 2024. Þetta er mikil viðurkenning fyrir báðar stofurnar.

Google Premium Partners fá viðurkenningu fyrir að hámarka árangur í herferðum fyrir viðskiptavini gegn því að auka virði og vöxt viðskiptavina og með því sýna fram á færni og sérfræðikunnáttu í Google Ads.

„Við höfum unnið markvisst að því að fá þessa viðurkenningu frá Google síðustu árin, en aðeins 3% af Google Partners hljóta viðurkenninguna Premier Partner ár hvert í heiminum. Viðurkenningin er einnig merki um það traust sem viðskiptavinir hafa veitt okkur í þessari vegferð og því var mikil ánægja þegar hún var í höfn,“ segir Andreas Aðalsteinsson, Partner og yfirmaður stafrænnar deildar Sahara.

Þetta er ekki einungis viðurkenning heldur hefur þetta ýmsa kosti í för með sér, bæði fyrir stofurnar og viðskiptavini þeirra. Má þar helst nefna aðgang að nýjum vörum hjá Google áður en þær fara opinberlega í loftið, aukinn stuðning frá sérfræðingum Google og aðgang að viðburðum á vegum Google.

„Þetta er mikil viðurkenning fyrir okkur hjá Sahara, bæði fyrir fyrirtækið og þá frábæru starfsmenn sem starfa hjá fyrirtækinu. Viðurkenningin gefur ákveðna staðfestingu á þann metnað sem við setjum í verkefnin okkar, og mun þannig styrkja ásýnd fyrirtækisins hér heima og erlendis,“ segir Sigurður Svansson, framkvæmdastjóri Sahara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki