fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Finnbjörn Hermannsson: Sigríður Margrét kemur vel inn – verkbannsboðun SA er hins vegar óútkljáð mál og alvarlegt

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 30. mars 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkbannsboðun Samtaka atvinnulífsins á tugþúsundir félaga í VR sem mótsvar við verkfallsboðun 160 starfsmanna ói Leifsstöð var algerlega út úr kortinu og eftir á að gera það mál upp. Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, segir Sigríði Margréti Oddsdóttur hafa komið nokkuð vel inn á nýja vettvang og traust ríki gagnvart henni. Verkbannsboðunin gegn VR hafi hins vegar verið út úr kortinu. Finnbjörn er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markadurinn - Finnbjorn Hermannsson - 3.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Finnbjorn Hermannsson - 3.mp4

„Hver og ein persóna hefur sitt sérkenni og það er alveg klárt að það gerir það. Það er líka að nýr einstaklingur kemur með óskrifað blað og svo er það viðkomandi einstaklings að vinna úr því. Ég held að Sigríði Margréti hafi tekist bara mjög vel upp og það er ágætis traust gagnvart henni,“ segir Finnbjörn.

„Halldór Benjamín, hann var farinn að vinna kannski aðeins öðruvísi en hann var líka orðinn reyndari og það voru kannski áður komnir núningar milli einstakra persóna.“

Finnbjörn segir hins vegar útspil SA varðandi verkbann á tugþúsundir VR-félaga sem viðbrögð við verkfallsboðunar starfsmanna á Keflavíkurflugvelli vera nokkuð sem eigi eftir að gera upp. „Þetta er náttúrlega alveg út úr korti, þegar 160 manns boða verkfall, að boða verkfall á 25 þúsunda manns á móti. Við eigum alveg eftir að fara í gegnum það og hvernig við settlum það mál. En það verður bara gert upp milli Alþýðusambandsins og SA. Við getum alveg talast við – og gerum það.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Hide picture