fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Forsetaframbjóðandi mótmælir fjölgun meðmælenda til embættisins – „Of bratt fyr­ir hina venju­legu ís­lensku frjálsu, sjálf­stæðu og óháðu konu“

Eyjan
Laugardaginn 16. mars 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsetaframbjóðandinn Sigríður Hrund Pétursdóttir, mótmælir því að lágmark meðmælanda til embættis forseta Íslands verði hækkað úr 1.500 upp í allt að fimm prósent kosningabærra einstaklinga. Umræðan um slíka hækkun hefur átt sér stað undanfarið.

Sigríður skrifar grein sem birtist í Morgunblaðinu þar sem hún segir að slík hækkun væri hefting á lýðræði og til þess fallin að koma í veg fyrir að fólk með lítið tengslanet bjóði sig fram, en skilyrðið um 5 prósent kosningabærra nemi því að meðmæli þyrftu að vera 12.700 talsins sem er töluverð aukning.

„Ef ég ætti að safna meðmæl­um frá 5% þjóðar­inn­ar kæm­ist ég aldrei að sem fram­bjóðandi. Það er of bratt fyr­ir hina venju­legu ís­lensku frjálsu, sjálf­stæðu og óháðu konu. Aukn­ing á meðmæla­fjölda er heft­ing á lýðræðið og tak­mörk­un á lýðræðinu mun ég aldrei samþykkja sem for­seti og velja fyr­ir mína þjóð. Á Íslandi eig­um við öll rétt á að kom­ast að og ef það er erfitt að velja úr vegna fjölda fram­bjóðenda eru það lúx­us­for­rétt­indi því víða í alþjóðaþorp­inu er lýðræðið mis­notað, illa stundað eða hrein­lega ekki fyr­ir hendi. Bet­ur hugn­ast mér að leyfa öll­um vilj­ug­um að kom­ast að og hafa tvær um­ferðir til kjörs og þrengja þannig fram­bjóðenda­hóp­inn.“

Sigríður segir að frambjóðandi með pólitísk tengsl geti leyft sér munað eins og að tilkynna seinna um framboð sitt en aðrir og hafa þá þegar virkjað tengslanetið og þjóðinni þekktur.

„Viðkomandi er okkur þekkt/ur í gegnum vel unnin störf í okkar þágu og hefur fengið kynningu á andliti sínu og nafni í gegnum sín góðu störf, en kynningin er greidd af þjóðinni, því við höldum opinbera kerfinu gangandi í gegnum skattkerfið. Þessi einstaklingur á líka gott og haldbært tengslanet í gegnum sitt starf, sem þjóðin greiðir fyrir.“

Sjálf sé Sigríður óflokksbundin og sjálfstæður atvinnurekandi. Hún hafi undirbúið framboð sitt í tvö ár að vel hugsuðu ráði en hún sé ekki með risavaxið tengslanet eða vel smurða maskínu að baki sér. Eins segist hún kunna því illa að Alþingi ætli að ákveða viðamikla breytingu sem þessa enda eigi það að vera þjóðin. Verði Sigríður kjörin væri það henni ljúft að leggja fram slíka tillögu en beina henni til þjóðarinnar en ekki þingmanna. „Ég mun spyrja þjóðina, ekki Alþingi, því þjóðin á að velja sína eigin leið – óháð og sjálfstæð“

„Þess ber að geta að all­ir okk­ar for­set­ar hafa verið úr op­in­bera geir­an­um og nokkr­ir úr póli­tík sam­hliða. Ég verð fyrsti sjálf­stæði at­vinnu­rek­and­inn og önn­ur kon­an til að þjóna okk­ur í þessu embætti – en til þess að kom­ast þangað þarf að lyfta mér upp og áfram og yfir um – og byrja á því að mæla með mér. Val er vald og valdið er okk­ar. Hjálpið mér að standa vörð um okk­ar embætti og iðkum okk­ar lýðræðis­legu rétt­indi af öllu afli. Stönd­um með okk­ur sjálf­um og mun­um hver við erum og hvaðan við kom­um.

Annað – fyrst ég er með ykk­ur á lín­unni – ég mun aldrei tala annað en bein­skeytta kurt­eisa ís­lensku við þjóðina eða fyr­ir okk­ar hönd því hin stór­kost­legu og dýr­mætu rétt­indi sem við eig­um og ber að virða og iðka eru frelsi sjálf­stæðrar og óheftr­ar tján­ing­ar. Ráðið sem ég fæ ít­rekað frá fólk­inu er „vertu þú sjálf“. Ég þakka sam­talið og upp­eldið. Það sem þið sjáið er það sem þið fáið – og veljið. Val er vald“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki