fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Trump hyggur á viðskiptastríð við Kína – Getur haft hrikalegar afleiðingar fyrir heimsbyggðina

Eyjan
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 18:00

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Donald Trump nær kjöri sem forseti Bandaríkjanna í nóvember hefur hann í hyggju að hefja viðskiptastríð við Kína. Hann er sagður vera að undirbúa þetta en hagfræðingar segja að það sé ávísun á hörmungar fyrir alþjóðaviðskipti ef hann verður kjörinn forseti og hrindir þessari hugmynd í framkvæmd.

Washington Post skýrir frá þessu. Blaðið hefur eftir þremur heimildarmönnum að Trump hafi fundað með ráðgjöfum sínum til að ræða möguleikann á að setja 60% toll á kínverskar vörur.

„Þetta getur ógnað og gert út af við og brotið alþjóðaviðskipti upp í svo stórum stíl að við höfum ekki séð annað eins öldum saman,“ hefur blaðið eftir Erica York, aðalhagfræðingi hjá hugveitunni Tax Foundation.

Fólk í herbúðum Trump hefur ekki tjáð sig um málið en Trump hefur sjálfur lýst því yfir opinberlega að hann hafi í hyggju að þrengja að vöruinnflutningi frá Kína ef hann nær kjöri. Hann hefur lýst því yfir að hann muni gefa heimild til að breyta viðskiptastöðu Kína gagnvart Bandaríkjunum en það gæti orðið til að tollar á viðskipti á milli ríkjanna  muni hækka um allt að 40%.

Norski hagfræðingurinn Harald Magnus Andreassen sagði í samtali við Dagbladet að þessar fyrirætlanir ættu að valda áhyggjum og sagði þetta geta verið ávísun á hörmungar fyrir bandaríska neytendur. „Þetta mun koma niður á bandarískum fyrirtækjum sem flytja inn hálfframleiddar vörur frá Kína. Það mun draga úr samkeppnishæfi þeirra í Bandaríkjunum og um allan heim. Þau geta örugglega hækkað verðið til bandarískra viðskiptavina en það ýtir aftur undir verðbólgu,“ sagði hann.

Hann sagði einnig að það verði ekki bara Kína og Bandaríkin sem finni fyrir afleiðingunum af þessu. Þetta muni hafa í för með sér að önnur ríki grípi til „svipaðra heimskulegra aðgerða“ og þá sérstaklega Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum